Evrópuleiðtogar vilja skella í lás eftir hryðjuverkaárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 20:42 Kurz, kanslari Austurríkis, (t.v.), Macron Frakklandsforseti, (f.m.) og Merkel Þýskalandskanslari (t.h.) ræða við fréttamenn eftir fund þeirra í dag. Vísir/EPA Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent