Elías Már með fimm marka forskot á toppnum í Keuken Kampioen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Elías Már Ómarsson fagnar einu marka sinna fyrir Excelsior i vetur en til vinstri er liðsfélagi hans Dylan Seys. Getty/Pim Waslander Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum. Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu. Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk. ! #samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020 Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior. Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum. Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september. Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018. Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020 Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot ! Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli! #samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020 Hollenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með Excelsior á þessu tímabili og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort stærri félög í Evrópu forvitnist um hann í janúarglugganum. Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyrir Excelsior í 3-0 sigri á TOP Oss í hollensku b-deildinni í gær en hún kallast Keuken Kampioen deildin í Hollandi. Elías Már hefur þar með skorað 13 mörk í aðeins 11 deildarleikjum á tímabilinu. Elías Már er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann er nú kominn með fimm marka forskot eftir þrennuna í gær. Næstmarkahæstu menn deildarinnar er nú þeir Robert Mühren og Sydney van Hooijdonk sem báðir hafa skorað átta mörk. ! #samensterk #exctop pic.twitter.com/9moilIeanG— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 11, 2020 Elías Már skoraði sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefur síðan skorað sex mörk í síðustu fimm deildarleikjum Excelsior. Elías tók í raun upp þráðinn frá því á síðasta tímabili. Þegar tímabilinu var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar þá var hann búinn að skora sex mörk í síðustu fimm leikjum sínum og átta mörk í síðustu átta leikjum. Elías Már hefur því skorað 21 mark í síðustu nítján leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Þetta var önnur þrenna Elísar á leiktíðinni en hann skoraði einnig þrjú mörk í 4-6 tapi á móti Almere City í byrjun september. Elías Már Ómarsson er 25 ára gamall og hefur spilað sem atvinnumennsku síðan að hann yfirgaf Keflavíkurliðið eftir sumarið 2014. Elías byrjaði hjá Vålerenga í Noregi en spilaði með IFK Göteborg í Svíþjóð áður en hann fór til Excelsior árið 2018. Hattrick hero, topscorer en man of the match @eliasmar! #exctop pic.twitter.com/dh7oyf2y8N— SV Pro Excelsior (@ProExcelsior) November 10, 2020 Uiteraard werd Elías Már Ómarsson (@eliasmar) gekroond tot ! Dik verdiend en geef die wedstrijdbal een mooi plekje Eli! #samensterk #exctop pic.twitter.com/d1J9UoLMLD— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) November 10, 2020
Hollenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira