Þaulsetinn forsætisráðherra Barein látinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 09:41 Khalifa bin Salman Al Khalifa. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann dó en hann hafði verið undir læknishöndum í Bandaríkjunum. AP/Jon Gambrell Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum. Konungsfjölskylda Barein opinberaði dauðsfall hans í morgun en ekki kom fram af hverju hann hefði dáið. Al Khalifa ættin hefur stjórnað Barein í rúmar tvær aldir. Khalifa bin Salman tókst að koma stjórnvöldum sínum í gegnum Arabíska vorið svokallaða árið 2011, þegar umfangsmikil mótmæli fóru fram í Barein og afsaganar hans vegna spillingar var krafist. Prinsinn greip til harðra aðgerða gegn mótmælendum og hefur hann oft verið sakaður um harðræði. Sheikh Isa bin Salman Al Khalifa, bróðir, Khalifa bin Salman, varð konungur þegar Barein fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1971. Samkvæmt óformlegu samkomulagi hafði hann stýrt samskiptum eyríkisins við önnur ríki og Hkalifa bin Salman stýrði ríkisstjórn og efnahagi landsins. Auður prinsinn var augljós öllum en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar átti hann meðal annars einkaeyju undan ströndum Barein þar sem hann hitti erlenda erindreka. Hann átti einnig einkagarð þar sem hann ræktaði páfugla og gasellur. Khalifa al Salmann hafði lengi verið sakaður um spillingu. Hann tengdist til að mynda spillingarmáli gegn álfyrirtækinu Alcoa sem var sakað um að greiða embættismönnum í Barein mútur. Alcoa greiddi 384 milljónir dala í sekt vegna málsins árið 2014. Þá hefur komið í ljós að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Manama, höfuðborg Barein, sögðu prinsinn hafa tekjur af ríkisreknum fyrirtækjum eins og Bahrain Petroleum Co. og Aluminum Bahrain. Ronald E. Naumann, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Barein, skrifaði til að mynda árið 2004 að prinsinn væri örugglega spilltur en hann hefði þó nútímavætt Barein. Barein Andlát Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum. Konungsfjölskylda Barein opinberaði dauðsfall hans í morgun en ekki kom fram af hverju hann hefði dáið. Al Khalifa ættin hefur stjórnað Barein í rúmar tvær aldir. Khalifa bin Salman tókst að koma stjórnvöldum sínum í gegnum Arabíska vorið svokallaða árið 2011, þegar umfangsmikil mótmæli fóru fram í Barein og afsaganar hans vegna spillingar var krafist. Prinsinn greip til harðra aðgerða gegn mótmælendum og hefur hann oft verið sakaður um harðræði. Sheikh Isa bin Salman Al Khalifa, bróðir, Khalifa bin Salman, varð konungur þegar Barein fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1971. Samkvæmt óformlegu samkomulagi hafði hann stýrt samskiptum eyríkisins við önnur ríki og Hkalifa bin Salman stýrði ríkisstjórn og efnahagi landsins. Auður prinsinn var augljós öllum en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar átti hann meðal annars einkaeyju undan ströndum Barein þar sem hann hitti erlenda erindreka. Hann átti einnig einkagarð þar sem hann ræktaði páfugla og gasellur. Khalifa al Salmann hafði lengi verið sakaður um spillingu. Hann tengdist til að mynda spillingarmáli gegn álfyrirtækinu Alcoa sem var sakað um að greiða embættismönnum í Barein mútur. Alcoa greiddi 384 milljónir dala í sekt vegna málsins árið 2014. Þá hefur komið í ljós að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Manama, höfuðborg Barein, sögðu prinsinn hafa tekjur af ríkisreknum fyrirtækjum eins og Bahrain Petroleum Co. og Aluminum Bahrain. Ronald E. Naumann, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Barein, skrifaði til að mynda árið 2004 að prinsinn væri örugglega spilltur en hann hefði þó nútímavætt Barein.
Barein Andlát Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira