Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anthony Fauci. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Þetta hefur Financial Times eftir Fauci en hann segir að Moderna muni byrja að meta niðurstöður úr þriðja fasa prófana sinna á næstu sjö dögum. Fauci segir að það muni koma honum á óvart ef niðurstöður Moderna verði ekki svipaðar og þær sem bóluefnaframleiðandinn Pfizer birti á mánudag. Pfizer sagði að rannsóknir hefðu sýnt fram á 90 prósenta virkni þeirra bóluefnis. Pfizer framleiðir RNA-bóluefni en það gerir Moderna einnig. Fauci sagði að bóluefni þessara tveggja framleiðenda væri nánast eins, þess vegna myndi það koma á óvart ef niðurstöðurnar verða ekki svipaðar. „Okkur var tjáð að þeir muni hefja sama mat á næstu dögum líkt og Pfizer gerði í síðustu viku,” er haft eftir Fauci. Fauci leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem vinnur með Moderna að þróun bóluefnis. Þar að auki er haft eftir honum að hann hafi ekki búist við jafn góðum niðurstöðum og Pfizer sýndi fram á. Fái Pfizer leyfi til að setja bóluefni sitt á markað verður það fyrsta RNA-bóluefnið sem verður skráð. Fauci segir það ekki aðeins risa skref í baráttunni við kórónuveiruna, heldur einnig risa skref fyrir bóluefnaþróun í heild. Þess má geta að Moderna er einn af sex bóluefnaframleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Það tryggir Íslandi aðgengi að Moderna-bóluefninu ef það fær leyfi. Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hefði náð samningum við Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta, og með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Einnig hefurEvrópusambandið samið við Astrazenica, sem framleiðir bóluefni með Oxford háskólanum í Bretlandi. Búist er við niðurstöðum frá því fyrirtæki á næstu vikum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Þetta hefur Financial Times eftir Fauci en hann segir að Moderna muni byrja að meta niðurstöður úr þriðja fasa prófana sinna á næstu sjö dögum. Fauci segir að það muni koma honum á óvart ef niðurstöður Moderna verði ekki svipaðar og þær sem bóluefnaframleiðandinn Pfizer birti á mánudag. Pfizer sagði að rannsóknir hefðu sýnt fram á 90 prósenta virkni þeirra bóluefnis. Pfizer framleiðir RNA-bóluefni en það gerir Moderna einnig. Fauci sagði að bóluefni þessara tveggja framleiðenda væri nánast eins, þess vegna myndi það koma á óvart ef niðurstöðurnar verða ekki svipaðar. „Okkur var tjáð að þeir muni hefja sama mat á næstu dögum líkt og Pfizer gerði í síðustu viku,” er haft eftir Fauci. Fauci leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem vinnur með Moderna að þróun bóluefnis. Þar að auki er haft eftir honum að hann hafi ekki búist við jafn góðum niðurstöðum og Pfizer sýndi fram á. Fái Pfizer leyfi til að setja bóluefni sitt á markað verður það fyrsta RNA-bóluefnið sem verður skráð. Fauci segir það ekki aðeins risa skref í baráttunni við kórónuveiruna, heldur einnig risa skref fyrir bóluefnaþróun í heild. Þess má geta að Moderna er einn af sex bóluefnaframleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Það tryggir Íslandi aðgengi að Moderna-bóluefninu ef það fær leyfi. Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hefði náð samningum við Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta, og með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Einnig hefurEvrópusambandið samið við Astrazenica, sem framleiðir bóluefni með Oxford háskólanum í Bretlandi. Búist er við niðurstöðum frá því fyrirtæki á næstu vikum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25