Ron Klain verður starfsmannastjóri Hvíta hússins Telma Tómasson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. nóvember 2020 06:48 Ron Klain sést hér með Joe Biden. Þeir eru nánir samstarfsmenn til fjölda ára. Getty/Mark Wilson Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna er byrjaður að ráða í helstu lykilstöður í Hvíta húsinu. Í gær var tilkynnt að Ron Klain yrði starfsmannastjóri Hvíta hússins eftir forsetaskiptin í janúar. Klain er gríðarlega reynslumikill í stjórnsýslunni og hefur verið stoð og stytta Bidens í áratugi, bæði í öldungadeild Bandaríkjaþings og þegar hann var varaforseti. Þá fór Klain fyrir ebóluteymi Hvíta hússins í forsetatíð Baracks Obama þegar lítill faraldur ebólu braust út árið 2014. Klain var einnig nánasti aðstoðarmaður Als Gore, þáverandi varaforseta. Starfsmannastjóri Hvíta hússins er afar valdamikill. Hann sér meðal annars um dagskrá forsetans, er einn hans nánasti ráðgjafi og trúnaðarmaður. Starfsmannastjórinn er pólitískt skipaður og þarf því ekki samþykki þingsins. Klain hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins í tugi ára og tók meðal annars þátt í báðum kosningabaráttum Bills Clinton á tíunda áratugnum. Auk þess hefur Klain þjálfað fjölmarga forsetaframbjóðendur Demókrata fyrir kappræður, þar á meðal fyrrnefnda Clinton, Gore og Obama sem og Hillary Clinton, John Kerry og auðvitað Biden sjálfan. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna er byrjaður að ráða í helstu lykilstöður í Hvíta húsinu. Í gær var tilkynnt að Ron Klain yrði starfsmannastjóri Hvíta hússins eftir forsetaskiptin í janúar. Klain er gríðarlega reynslumikill í stjórnsýslunni og hefur verið stoð og stytta Bidens í áratugi, bæði í öldungadeild Bandaríkjaþings og þegar hann var varaforseti. Þá fór Klain fyrir ebóluteymi Hvíta hússins í forsetatíð Baracks Obama þegar lítill faraldur ebólu braust út árið 2014. Klain var einnig nánasti aðstoðarmaður Als Gore, þáverandi varaforseta. Starfsmannastjóri Hvíta hússins er afar valdamikill. Hann sér meðal annars um dagskrá forsetans, er einn hans nánasti ráðgjafi og trúnaðarmaður. Starfsmannastjórinn er pólitískt skipaður og þarf því ekki samþykki þingsins. Klain hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins í tugi ára og tók meðal annars þátt í báðum kosningabaráttum Bills Clinton á tíunda áratugnum. Auk þess hefur Klain þjálfað fjölmarga forsetaframbjóðendur Demókrata fyrir kappræður, þar á meðal fyrrnefnda Clinton, Gore og Obama sem og Hillary Clinton, John Kerry og auðvitað Biden sjálfan.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira