„Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 10:30 Halla Bergþóra tók við sem lögreglustjóri í maí á þessu ári. Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira