Brúin brast í beinni útsendingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 21:10 Stór bútur úr Hiddenite-brúnni í Norður-Karólínu hrundi í vatnavöxtunum. Skjáskot/Fox 46 Litlu mátti muna að illa færi þegar brú sem sjónvarpskona og tökumaður stóðu á fór skyndilega í sundur í beinni útsendingu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Miklir vatnavextir hafa fylgt hitabeltisstorminum Eta þar. Amber Roberts, fréttakona Fox 46-sjónvarpsstöðvarinnar, var að segja frá flóði við Hiddenite-brúna í Alexander-sýslu þegar bútur úr brúnni hrundi rétt við fætur hennar. Náði hún og tökumaður að koma sér undan. „Við erum að bakka, við erum að bakka! Við sáum veginn hrynja hér í beinni sjónvarpsútsendingu, sama veg og við stóðum á fyrir örfáum sekúndum!“ heyrist Roberts segja sem var greinilega brugðið. NERVES OF STEEL! God bless this crew who held it together as the bridge they were on collapsed into rushing floodwaters. @AmberFOX46 was reporting LIVE on dangerous conditions in NC. So glad they're all ok. 📹: @FOX46News MORE: https://t.co/0BugE75ZsX @RexChapman @fox5dc pic.twitter.com/quboEW6RZB— angie goff (@OhMyGOFF) November 12, 2020 Fimm eru taldir af í flóðunum í Norður-Karólínu, þar á meðal ellefu ára gamalt barn sem fannst látið nálægt Raleigh, að sögn Weather Channel. Viðbragðslið hefur þurft að bjarga fjölda manns sem hefur lent í sjálfheldu vegna vatnavaxtanna. Eta hefur einnig valdið usla á Flórída þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Þar hefur gert úrhellisúrkomu. Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Litlu mátti muna að illa færi þegar brú sem sjónvarpskona og tökumaður stóðu á fór skyndilega í sundur í beinni útsendingu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Miklir vatnavextir hafa fylgt hitabeltisstorminum Eta þar. Amber Roberts, fréttakona Fox 46-sjónvarpsstöðvarinnar, var að segja frá flóði við Hiddenite-brúna í Alexander-sýslu þegar bútur úr brúnni hrundi rétt við fætur hennar. Náði hún og tökumaður að koma sér undan. „Við erum að bakka, við erum að bakka! Við sáum veginn hrynja hér í beinni sjónvarpsútsendingu, sama veg og við stóðum á fyrir örfáum sekúndum!“ heyrist Roberts segja sem var greinilega brugðið. NERVES OF STEEL! God bless this crew who held it together as the bridge they were on collapsed into rushing floodwaters. @AmberFOX46 was reporting LIVE on dangerous conditions in NC. So glad they're all ok. 📹: @FOX46News MORE: https://t.co/0BugE75ZsX @RexChapman @fox5dc pic.twitter.com/quboEW6RZB— angie goff (@OhMyGOFF) November 12, 2020 Fimm eru taldir af í flóðunum í Norður-Karólínu, þar á meðal ellefu ára gamalt barn sem fannst látið nálægt Raleigh, að sögn Weather Channel. Viðbragðslið hefur þurft að bjarga fjölda manns sem hefur lent í sjálfheldu vegna vatnavaxtanna. Eta hefur einnig valdið usla á Flórída þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Þar hefur gert úrhellisúrkomu.
Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira