Vaxtaálag bankanna hafi hækkað um mörg hundruð prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 11:31 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag. Formaðurinn segir lækkun vaxta þannig ekki hafa skilað sér til neytenda. Hann segir VR nú kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað talsvert síðustu mánuði. Íslandsbanki hækkaði hins vegar vexti í lok október en ekki hefur verið tilkynnt um vaxtabreytingar hjá hinum stóru bönkunum. Arion banki sagði í svari við fyrirspurn Vísis 26. október að vextir væru ekki til skoðunar að svo stöddu og Landsbankinn sagði sífellt mat lagt á stöðuna. Hagdeild VR vann greiningu á þróun vaxtaálags á húsnæðislánum bankanna að beiðni stjórnar VR og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns. Í niðurstöðum greiningarinnar, sem Ragnar Þór birtir í aðsendri grein á Vísi í dag, kemur fram að þó að vextir á húsnæðislánum hafi lækkað hafi vaxtaálag hækkað undanfarin ár, í sumum tilvikum um mörg hundruð prósent. Þannig sýna meðfylgjandi gröf að vaxtaálag verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum árið 2016 hjá Landsbanka og Arion banka hafi verið í kringum 0,5 prósent. Nú sé álagið hins vegar á bilinu 1,5-2 prósent. Sömu þróun má sjá á vaxtaálagi óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Frekari niðurstöður útreikninga hagdeildar VR má nálgast í heild í grein Ragnars Þórs hér. „Við vissum að bankarnir voru ekki að skila stýrivaxtalækkunum, eða lækkun á fjármagnskostnaði, til neytenda með nægilegum hætti. Við höfðum ekki gert djúpar greiningar á því en síðan þegar Íslandsbanki tilkynnir hækkun vaxta og rökin fyrir því, og nú síðast að bankarnir virðast undirbúa farveginn fyrir vaxtahækkunarfasa, fannst okkur þetta vera í hróplegri mótsögn við þróunina í hagkerfinu og fórum að gera greiningar á þessu,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent og það þrátt fyrir mjög miklar vaxtalækkanir og lækkun bankaskatts. Þessi munur var miklu, miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við vissum að hann var mikill en ekki svona mikill.“ Boðar undirbúning dómsmáls Hann bendir á að efnahagur landsins gangi nú í gegnum mikla óvissutíma og niðursveiflu. Samfélagið sé í „mikilli varnarbaráttu“ og honum þyki óábyrgt að bankarnir skuli stíga fram með þessum hætti. „Maður spyr sig, ef það er einhvern tímann lag að reka sig á núlli, jafnvel í eitt ár með tapi eða slíkt, þá kalla ég eftir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína í bönkunum og arðsemiskröfu og sjónarmið þegar hagkerfið er í svona miklum vanda eins og það er í dag, og gefi í rauninni tóninn. Það hlýtur að vera hagur bankanna líka að fólki og fyrirtækjum reiði vel af,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann VR vera að kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. „Við erum að skoða lagalegu hliðina á þessu máli, varðandi skilmála bankanna um breytilega vexti og lög um neytendalán, vexti og verðtryggingu, við erum alvarlega að íhuga að láta til skarar skríða gagnvart bönkunum út af þessari þróun. Og sömuleiðis ef þeir ætla sér að hækka vexti, þá munum við fara yfir það með okkar lögmönnum og láta sverfa til stáls.“ Íslenskir bankar Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag. Formaðurinn segir lækkun vaxta þannig ekki hafa skilað sér til neytenda. Hann segir VR nú kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað talsvert síðustu mánuði. Íslandsbanki hækkaði hins vegar vexti í lok október en ekki hefur verið tilkynnt um vaxtabreytingar hjá hinum stóru bönkunum. Arion banki sagði í svari við fyrirspurn Vísis 26. október að vextir væru ekki til skoðunar að svo stöddu og Landsbankinn sagði sífellt mat lagt á stöðuna. Hagdeild VR vann greiningu á þróun vaxtaálags á húsnæðislánum bankanna að beiðni stjórnar VR og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns. Í niðurstöðum greiningarinnar, sem Ragnar Þór birtir í aðsendri grein á Vísi í dag, kemur fram að þó að vextir á húsnæðislánum hafi lækkað hafi vaxtaálag hækkað undanfarin ár, í sumum tilvikum um mörg hundruð prósent. Þannig sýna meðfylgjandi gröf að vaxtaálag verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum árið 2016 hjá Landsbanka og Arion banka hafi verið í kringum 0,5 prósent. Nú sé álagið hins vegar á bilinu 1,5-2 prósent. Sömu þróun má sjá á vaxtaálagi óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Frekari niðurstöður útreikninga hagdeildar VR má nálgast í heild í grein Ragnars Þórs hér. „Við vissum að bankarnir voru ekki að skila stýrivaxtalækkunum, eða lækkun á fjármagnskostnaði, til neytenda með nægilegum hætti. Við höfðum ekki gert djúpar greiningar á því en síðan þegar Íslandsbanki tilkynnir hækkun vaxta og rökin fyrir því, og nú síðast að bankarnir virðast undirbúa farveginn fyrir vaxtahækkunarfasa, fannst okkur þetta vera í hróplegri mótsögn við þróunina í hagkerfinu og fórum að gera greiningar á þessu,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent og það þrátt fyrir mjög miklar vaxtalækkanir og lækkun bankaskatts. Þessi munur var miklu, miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við vissum að hann var mikill en ekki svona mikill.“ Boðar undirbúning dómsmáls Hann bendir á að efnahagur landsins gangi nú í gegnum mikla óvissutíma og niðursveiflu. Samfélagið sé í „mikilli varnarbaráttu“ og honum þyki óábyrgt að bankarnir skuli stíga fram með þessum hætti. „Maður spyr sig, ef það er einhvern tímann lag að reka sig á núlli, jafnvel í eitt ár með tapi eða slíkt, þá kalla ég eftir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína í bönkunum og arðsemiskröfu og sjónarmið þegar hagkerfið er í svona miklum vanda eins og það er í dag, og gefi í rauninni tóninn. Það hlýtur að vera hagur bankanna líka að fólki og fyrirtækjum reiði vel af,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann VR vera að kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. „Við erum að skoða lagalegu hliðina á þessu máli, varðandi skilmála bankanna um breytilega vexti og lög um neytendalán, vexti og verðtryggingu, við erum alvarlega að íhuga að láta til skarar skríða gagnvart bönkunum út af þessari þróun. Og sömuleiðis ef þeir ætla sér að hækka vexti, þá munum við fara yfir það með okkar lögmönnum og láta sverfa til stáls.“
Íslenskir bankar Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira