Margfaldi Íslandsmeistarinn Bryndís Rún hættir vegna erfiðra veikinda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 15:15 Bryndís Rún Hansen hefur ákveðið að leggja sundbolinn á hilluna. Sundsamband Íslands Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net. Sund Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net.
Sund Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira