Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2020 14:14 Pfizer bóluefnið þykir afar lofandi en einn af stofnendum BioNTech segir að það þurfi mikla útbreiðslu áður en lífið geti orðið eðlilegt á ný. EPA/BIONTECH SE Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Pfizer-bóluefnið, eins og það er jafnan kallað, þykir afar lofandi en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að það veiti vörn í 90 prósentum tilvika. Bóluefnið hefur verið prófað á 43.000 manns. Þegar hefur verið sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þess sem gæti orðið til þess að forgangshópar yrðu bólusettir innan tíðar. Sahin segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veturinn eigi enn eftir að reynast erfiður því bóluefnið verði ekki komið í næga dreifingu. Hann er afar bjartsýnn á að bóluefnið muni draga úr sýkingum og muni einnig draga úr einkennum þeirra sem kunni að sýkjast. „Ég er fullviss um að draga muni úr smitum á milli fólks. Ekki kannski um 90 prósent, en allavega helming. En við skulum ekki gleyma því að með því að draga úr smitum um helming myndi það draga verulega úr útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sahin. Einhverjir hafa sagt að lífið gæti orðið eðlilegt aftur strax næsta vor. Sahin er ekki svo viss um það. Ef allt gengur að óskum þá kemst Pfizer-bóluefnið á markað í árslok eða upphafi næsta árs. Markmiðið sé að dreifa 300 milljónum skammta um heiminn fyrir apríl. Það muni hafa áhrif en ekki nægjanleg. „Sumarið mun hjálpa okkur því þá dregur jafnan úr sýkingum. Það er því mjög mikilvægt að ná upp mikilli bólusetningu fyrir haustið á næsta ári.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Pfizer-bóluefnið, eins og það er jafnan kallað, þykir afar lofandi en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að það veiti vörn í 90 prósentum tilvika. Bóluefnið hefur verið prófað á 43.000 manns. Þegar hefur verið sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þess sem gæti orðið til þess að forgangshópar yrðu bólusettir innan tíðar. Sahin segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veturinn eigi enn eftir að reynast erfiður því bóluefnið verði ekki komið í næga dreifingu. Hann er afar bjartsýnn á að bóluefnið muni draga úr sýkingum og muni einnig draga úr einkennum þeirra sem kunni að sýkjast. „Ég er fullviss um að draga muni úr smitum á milli fólks. Ekki kannski um 90 prósent, en allavega helming. En við skulum ekki gleyma því að með því að draga úr smitum um helming myndi það draga verulega úr útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sahin. Einhverjir hafa sagt að lífið gæti orðið eðlilegt aftur strax næsta vor. Sahin er ekki svo viss um það. Ef allt gengur að óskum þá kemst Pfizer-bóluefnið á markað í árslok eða upphafi næsta árs. Markmiðið sé að dreifa 300 milljónum skammta um heiminn fyrir apríl. Það muni hafa áhrif en ekki nægjanleg. „Sumarið mun hjálpa okkur því þá dregur jafnan úr sýkingum. Það er því mjög mikilvægt að ná upp mikilli bólusetningu fyrir haustið á næsta ári.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent