Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2020 14:14 Pfizer bóluefnið þykir afar lofandi en einn af stofnendum BioNTech segir að það þurfi mikla útbreiðslu áður en lífið geti orðið eðlilegt á ný. EPA/BIONTECH SE Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Pfizer-bóluefnið, eins og það er jafnan kallað, þykir afar lofandi en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að það veiti vörn í 90 prósentum tilvika. Bóluefnið hefur verið prófað á 43.000 manns. Þegar hefur verið sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þess sem gæti orðið til þess að forgangshópar yrðu bólusettir innan tíðar. Sahin segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veturinn eigi enn eftir að reynast erfiður því bóluefnið verði ekki komið í næga dreifingu. Hann er afar bjartsýnn á að bóluefnið muni draga úr sýkingum og muni einnig draga úr einkennum þeirra sem kunni að sýkjast. „Ég er fullviss um að draga muni úr smitum á milli fólks. Ekki kannski um 90 prósent, en allavega helming. En við skulum ekki gleyma því að með því að draga úr smitum um helming myndi það draga verulega úr útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sahin. Einhverjir hafa sagt að lífið gæti orðið eðlilegt aftur strax næsta vor. Sahin er ekki svo viss um það. Ef allt gengur að óskum þá kemst Pfizer-bóluefnið á markað í árslok eða upphafi næsta árs. Markmiðið sé að dreifa 300 milljónum skammta um heiminn fyrir apríl. Það muni hafa áhrif en ekki nægjanleg. „Sumarið mun hjálpa okkur því þá dregur jafnan úr sýkingum. Það er því mjög mikilvægt að ná upp mikilli bólusetningu fyrir haustið á næsta ári.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Pfizer-bóluefnið, eins og það er jafnan kallað, þykir afar lofandi en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að það veiti vörn í 90 prósentum tilvika. Bóluefnið hefur verið prófað á 43.000 manns. Þegar hefur verið sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þess sem gæti orðið til þess að forgangshópar yrðu bólusettir innan tíðar. Sahin segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veturinn eigi enn eftir að reynast erfiður því bóluefnið verði ekki komið í næga dreifingu. Hann er afar bjartsýnn á að bóluefnið muni draga úr sýkingum og muni einnig draga úr einkennum þeirra sem kunni að sýkjast. „Ég er fullviss um að draga muni úr smitum á milli fólks. Ekki kannski um 90 prósent, en allavega helming. En við skulum ekki gleyma því að með því að draga úr smitum um helming myndi það draga verulega úr útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sahin. Einhverjir hafa sagt að lífið gæti orðið eðlilegt aftur strax næsta vor. Sahin er ekki svo viss um það. Ef allt gengur að óskum þá kemst Pfizer-bóluefnið á markað í árslok eða upphafi næsta árs. Markmiðið sé að dreifa 300 milljónum skammta um heiminn fyrir apríl. Það muni hafa áhrif en ekki nægjanleg. „Sumarið mun hjálpa okkur því þá dregur jafnan úr sýkingum. Það er því mjög mikilvægt að ná upp mikilli bólusetningu fyrir haustið á næsta ári.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent