Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 13:31 Arnar Guðjónsson að stýra Stjörnumönnum í bikarúrslitaleiknum á síðustu leiktíð. Vísir/Daníel Þór Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. Arnar Guðjónsson stýrði Stjörnunni í fyrsta og eina leiknum í Domino´s deildinni 2. október síðastliðinn eða fyrir 45 dögum síðan. Arnar hefur verið í smá Twitter herferð á síðustu dögum þar sem hann vekur athygli á því hversu mörg lönd í Evrópu leyfa körfubolta á meðan allt er í frosti hér heima á Íslandi. „Laugardagur til lukku hjá meistaraflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær,“ skrifaði Arnar og daginn áður endaði hann upptalingu á þeim löndum sem spiluðu meistaraflokksleiki í körfubolta kvöldið áður með: „Meðan borum við í nefið.“ Í október átti hann líka færsluna „Peð á taflborði Svandísar & Þórólfs.“ Arnar er eins og fleiri íslenskir þjálfarar orðnir mjög pirraður á því að bíða eftir að því að fá að fara aftur af stað. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. 1. desember þá verður lið Arnars ekki búið að spila leik í sextíu daga og það er ljóst að ef verður létt á reglunum 1. desember þegar kemur að íþróttakappleikjum þá þurfa liðin að minnsta kosti tvær vikur til æfinga áður en þau spila aftur leiki á Íslandsmótinu. Arnar Guðjónsson er á sínu þriðja tímabili með Stjörnuliðið. Liðið hefur unnið bikarmeistaratitilinn á báðum tímabilunum og í bæði skiptin orðið deildarmeistari. Íslandsbikarinn hefur aftur á móti aldrei komið í Garðabæinn og frábært lið Arnars fékk ekki einu sinni að keppa um hann í fyrra eftir að úrslitakeppninni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Twitter færslur Arnars á síðustu dögum. þessi lönd spiluðu öll meistaraflokks leiki í körfubolta í gær + eurocup, euroleague + ECW + ABA2 + BIBL + Latvia/estonia league.Meðan borum við í nefið.#korfubolti #handbolti #fótbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 14, 2020 Laugardagur til lukku hjá meistarflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær. #korfubolti #handbolti #fótbolti #ÍSÍ #UMFÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 15, 2020 Vill einhver aðstoða @gaupinn að berjast gegn þessari endaleysu. Af stað með afreksíþróttir. @hjorvarhaflida fyrst fótboltinn er off, ertu til í að vera með okkur í liði. Einu tveir sem segja eitthvað!!!! #korfubolti #handbolti #fotbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 13, 2020 Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. Arnar Guðjónsson stýrði Stjörnunni í fyrsta og eina leiknum í Domino´s deildinni 2. október síðastliðinn eða fyrir 45 dögum síðan. Arnar hefur verið í smá Twitter herferð á síðustu dögum þar sem hann vekur athygli á því hversu mörg lönd í Evrópu leyfa körfubolta á meðan allt er í frosti hér heima á Íslandi. „Laugardagur til lukku hjá meistaraflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær,“ skrifaði Arnar og daginn áður endaði hann upptalingu á þeim löndum sem spiluðu meistaraflokksleiki í körfubolta kvöldið áður með: „Meðan borum við í nefið.“ Í október átti hann líka færsluna „Peð á taflborði Svandísar & Þórólfs.“ Arnar er eins og fleiri íslenskir þjálfarar orðnir mjög pirraður á því að bíða eftir að því að fá að fara aftur af stað. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. 1. desember þá verður lið Arnars ekki búið að spila leik í sextíu daga og það er ljóst að ef verður létt á reglunum 1. desember þegar kemur að íþróttakappleikjum þá þurfa liðin að minnsta kosti tvær vikur til æfinga áður en þau spila aftur leiki á Íslandsmótinu. Arnar Guðjónsson er á sínu þriðja tímabili með Stjörnuliðið. Liðið hefur unnið bikarmeistaratitilinn á báðum tímabilunum og í bæði skiptin orðið deildarmeistari. Íslandsbikarinn hefur aftur á móti aldrei komið í Garðabæinn og frábært lið Arnars fékk ekki einu sinni að keppa um hann í fyrra eftir að úrslitakeppninni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Twitter færslur Arnars á síðustu dögum. þessi lönd spiluðu öll meistaraflokks leiki í körfubolta í gær + eurocup, euroleague + ECW + ABA2 + BIBL + Latvia/estonia league.Meðan borum við í nefið.#korfubolti #handbolti #fótbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 14, 2020 Laugardagur til lukku hjá meistarflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær. #korfubolti #handbolti #fótbolti #ÍSÍ #UMFÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 15, 2020 Vill einhver aðstoða @gaupinn að berjast gegn þessari endaleysu. Af stað með afreksíþróttir. @hjorvarhaflida fyrst fótboltinn er off, ertu til í að vera með okkur í liði. Einu tveir sem segja eitthvað!!!! #korfubolti #handbolti #fotbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 13, 2020
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira