Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. nóvember 2020 08:12 Stephen Hoge er forstjóri lyfjafyrirtækisins Moderna. AP Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður tilrauna fyrirtækisins sem enn standa yfir. Um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í tilraununum. Stephen Hoge, forstjóri fyrirtækisins, segist ánægður með áfangann en tekur fram að mikið verk væri enn óunnið. „Það er mikil vinna fram undan. Að vita að bóluefnið verður áhrifaríkt eru frábærar fréttir en við verðum samt að ljúka ferlinu samkvæmt reglum sem felur í sér að ljúka rannsóknunum leggja fram frekari gögn og öryggisupplýsingar til áréttingar,“ segir Hoge. Þegar því er lokið þarf auðvitað að framleiða skammtana. „Við vonumst til að hafa um 20 milljónir skammta af bóluefninu í lok þessa árs og við sjáum fram á að framleiða 500 milljónir til eins milljarðs skammta á næsta ári. En þá þurfum við að vinna allan sólarhringinn,“ segir Hoge. Vika er liðin frá því keppinauturinn Pfizer sagði frá því að bóluefni sitt veitti álíka mikla vernd. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um bóluefni Moderna þar sem einnig var rætt við Ingileif Jónsdóttur, prófessor í ónæmisfræði, í beinni útsendingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður tilrauna fyrirtækisins sem enn standa yfir. Um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í tilraununum. Stephen Hoge, forstjóri fyrirtækisins, segist ánægður með áfangann en tekur fram að mikið verk væri enn óunnið. „Það er mikil vinna fram undan. Að vita að bóluefnið verður áhrifaríkt eru frábærar fréttir en við verðum samt að ljúka ferlinu samkvæmt reglum sem felur í sér að ljúka rannsóknunum leggja fram frekari gögn og öryggisupplýsingar til áréttingar,“ segir Hoge. Þegar því er lokið þarf auðvitað að framleiða skammtana. „Við vonumst til að hafa um 20 milljónir skammta af bóluefninu í lok þessa árs og við sjáum fram á að framleiða 500 milljónir til eins milljarðs skammta á næsta ári. En þá þurfum við að vinna allan sólarhringinn,“ segir Hoge. Vika er liðin frá því keppinauturinn Pfizer sagði frá því að bóluefni sitt veitti álíka mikla vernd. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um bóluefni Moderna þar sem einnig var rætt við Ingileif Jónsdóttur, prófessor í ónæmisfræði, í beinni útsendingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira