Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. nóvember 2020 08:12 Stephen Hoge er forstjóri lyfjafyrirtækisins Moderna. AP Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður tilrauna fyrirtækisins sem enn standa yfir. Um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í tilraununum. Stephen Hoge, forstjóri fyrirtækisins, segist ánægður með áfangann en tekur fram að mikið verk væri enn óunnið. „Það er mikil vinna fram undan. Að vita að bóluefnið verður áhrifaríkt eru frábærar fréttir en við verðum samt að ljúka ferlinu samkvæmt reglum sem felur í sér að ljúka rannsóknunum leggja fram frekari gögn og öryggisupplýsingar til áréttingar,“ segir Hoge. Þegar því er lokið þarf auðvitað að framleiða skammtana. „Við vonumst til að hafa um 20 milljónir skammta af bóluefninu í lok þessa árs og við sjáum fram á að framleiða 500 milljónir til eins milljarðs skammta á næsta ári. En þá þurfum við að vinna allan sólarhringinn,“ segir Hoge. Vika er liðin frá því keppinauturinn Pfizer sagði frá því að bóluefni sitt veitti álíka mikla vernd. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um bóluefni Moderna þar sem einnig var rætt við Ingileif Jónsdóttur, prófessor í ónæmisfræði, í beinni útsendingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður tilrauna fyrirtækisins sem enn standa yfir. Um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í tilraununum. Stephen Hoge, forstjóri fyrirtækisins, segist ánægður með áfangann en tekur fram að mikið verk væri enn óunnið. „Það er mikil vinna fram undan. Að vita að bóluefnið verður áhrifaríkt eru frábærar fréttir en við verðum samt að ljúka ferlinu samkvæmt reglum sem felur í sér að ljúka rannsóknunum leggja fram frekari gögn og öryggisupplýsingar til áréttingar,“ segir Hoge. Þegar því er lokið þarf auðvitað að framleiða skammtana. „Við vonumst til að hafa um 20 milljónir skammta af bóluefninu í lok þessa árs og við sjáum fram á að framleiða 500 milljónir til eins milljarðs skammta á næsta ári. En þá þurfum við að vinna allan sólarhringinn,“ segir Hoge. Vika er liðin frá því keppinauturinn Pfizer sagði frá því að bóluefni sitt veitti álíka mikla vernd. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um bóluefni Moderna þar sem einnig var rætt við Ingileif Jónsdóttur, prófessor í ónæmisfræði, í beinni útsendingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira