„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Arnar Guðjónsson tekur við verðlaununum sínum eftir sinn fyrsta titil sem þjálfari á Íslandi á síðustu leiktíð er Stjarnan varð bikarmeistari. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25