Elísa: Gríðarlega þakklátar fyrir að hafa fengið leyfi til að æfa og spila fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 12:15 Elísa Viðarsdóttir tekur innkast í leik með Valsliðinu í sumar. Vísir/Hulda Margrét Eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana er kvennalið Vals í fótbolta sem mætir í dag Glasgow City í forkeppni Meistaradeildarinnar og í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Valskonan Elísa Viðarsdóttir kom í fjarviðtal til Ragnars Vignir þar sem hann spurði hana út í hvernig það hljómaði að vera að fara spila fótboltaleik 18. nóvember og það þegar allt annað íþróttalíf á landinu er stopp. „Þetta hljómar mjög ánægjulega. Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátar að hafa fengið þetta leyfi til þess að æfa og spila fótbolta á þessum tímum. Þetta er gott fyrir okkur og vonandi eflir þetta kvennaboltann líka í leiðinni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir í viðtalinu við Ragnar. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og ég held að það sé akkúrat ár í dag síðan við vorum að spila í Bose mótinu. Þetta er búið að vera ansi langt og eðlilega er komin ákveðin þreyta í mannskapinn og svona. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hverri annarri niður á jörðina og benda á dagatalið og sýna að það sé stutt í jólin. Við látum það ekkert á okkur fá þótt að þetta sé búið að vera langt og strembið,“ sagði Elísa. „Það sem er sérstaklega skrýtið er að vera eina liðið á Íslandi sem er að spila og æfa. Það er það sem er eiginlega skrýtið við þetta auk þess að vera komin svona langt inn í árið og veturinn. Þetta er góð reynsla samt sem áður,“ sagði Elísa. „Þetta eru mikil forréttindi og við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi almennt. Við viljum bæta okkur og þessi keppni er svolítið frábrugðin þessu hefðbundna Íslandsmóti. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í þessari stöðu,“ sagði Elísa. Valsliðið vann 3-0 sigur á finnsku meisturunum í HJK í fyrstu umferðinni þar sem liðið leit vel út og gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. „Við vorum lítið búnar að æfa sem lið fyrir þann leik en erum búnar að fá góðan tíma núna til að æfa og undirbúa liðið vel. Við erum gríðarlega spenntar,“ sagði Elísa. Valur mótir skosku meisturunum í dag en Glasgow City hefur unnið skoska titilinn þrettán ár í röð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingi klukkan 13.45. Það má annars hlusta á allt viðtalið við Elísu Viðarsdóttur hér fyrir neðan. watch on YouTube Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana er kvennalið Vals í fótbolta sem mætir í dag Glasgow City í forkeppni Meistaradeildarinnar og í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Valskonan Elísa Viðarsdóttir kom í fjarviðtal til Ragnars Vignir þar sem hann spurði hana út í hvernig það hljómaði að vera að fara spila fótboltaleik 18. nóvember og það þegar allt annað íþróttalíf á landinu er stopp. „Þetta hljómar mjög ánægjulega. Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátar að hafa fengið þetta leyfi til þess að æfa og spila fótbolta á þessum tímum. Þetta er gott fyrir okkur og vonandi eflir þetta kvennaboltann líka í leiðinni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir í viðtalinu við Ragnar. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og ég held að það sé akkúrat ár í dag síðan við vorum að spila í Bose mótinu. Þetta er búið að vera ansi langt og eðlilega er komin ákveðin þreyta í mannskapinn og svona. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hverri annarri niður á jörðina og benda á dagatalið og sýna að það sé stutt í jólin. Við látum það ekkert á okkur fá þótt að þetta sé búið að vera langt og strembið,“ sagði Elísa. „Það sem er sérstaklega skrýtið er að vera eina liðið á Íslandi sem er að spila og æfa. Það er það sem er eiginlega skrýtið við þetta auk þess að vera komin svona langt inn í árið og veturinn. Þetta er góð reynsla samt sem áður,“ sagði Elísa. „Þetta eru mikil forréttindi og við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi almennt. Við viljum bæta okkur og þessi keppni er svolítið frábrugðin þessu hefðbundna Íslandsmóti. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í þessari stöðu,“ sagði Elísa. Valsliðið vann 3-0 sigur á finnsku meisturunum í HJK í fyrstu umferðinni þar sem liðið leit vel út og gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. „Við vorum lítið búnar að æfa sem lið fyrir þann leik en erum búnar að fá góðan tíma núna til að æfa og undirbúa liðið vel. Við erum gríðarlega spenntar,“ sagði Elísa. Valur mótir skosku meisturunum í dag en Glasgow City hefur unnið skoska titilinn þrettán ár í röð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingi klukkan 13.45. Það má annars hlusta á allt viðtalið við Elísu Viðarsdóttur hér fyrir neðan. watch on YouTube
Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira