Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 14:25 Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku. Getty/Jakub Porzycki/NurPhoto Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. Gert er ráð fyrir að sótt verði um neyðarleyfi fyrir efninu á næstu dögum. Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku, fyrst lyfjafyrirtækja sem standa að þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þær niðurstöður gáfu til kynna að efnið veitti 90 prósent vörn, sem þótti framar vonum. Í tilkynningu frá Pfizer í dag segir eins og áður kom fram að vörn gegn veirunni mælist 95 prósent 28 dögum eftir fyrsta skammt. Metnir voru 170 einstaklingar sem veiktust, þar af höfðu 162 fengið lyfleysu en átta bóluefnið. Þá er virknin sögð sú sama þvert á aldurshópa, kyn og kynþátt. Vörn hjá eldri en 65 ára mældist 94 prósent. Enn fremur segir í tilkynningu að bóluefnið sé öruggt. Einu merkjanlegu aukaverkanirnar hafi verið þreyta í 3,8 prósent tilvika og höfuðverkur í 2 prósent tilvika. Öryggisviðmið Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að sækja um neyðarleyfi fyrir efninu hafi jafnframt verið uppfyllt. Pfizer kveðst nú stefna að því að sækja um slíkt leyfi til FDA á allra næstu dögum. Líkt og áður hefur komið fram er framleiðslugeta Pfizer um 50 milljón skammtar á þessu ári. Fyrirtækið kveðst geta framleitt 1,3 milljarða skammta til viðbótar á næsta ári og væntir þess að geta dreift efninu um allan heim. Bóluefni Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Geyma þarf efnið við 70 til 80 stiga frost. Bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna tilkynnti nú í vikunni að bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni veiti 95 prósent vörn. Pfizer og Moderna eru komin lengst þeirra fyrirtækja sem þróað hafa bóluefni undanfarna mánuði. Bæði efnin eru svokölluð RNA-bóluefni og þróuð á svipaðan máta. Íslandi er tryggt aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem þegar hefur undirritað samning við fjóra framleiðendur, þ. á m. Pfizer/BioNTech. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. Gert er ráð fyrir að sótt verði um neyðarleyfi fyrir efninu á næstu dögum. Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku, fyrst lyfjafyrirtækja sem standa að þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þær niðurstöður gáfu til kynna að efnið veitti 90 prósent vörn, sem þótti framar vonum. Í tilkynningu frá Pfizer í dag segir eins og áður kom fram að vörn gegn veirunni mælist 95 prósent 28 dögum eftir fyrsta skammt. Metnir voru 170 einstaklingar sem veiktust, þar af höfðu 162 fengið lyfleysu en átta bóluefnið. Þá er virknin sögð sú sama þvert á aldurshópa, kyn og kynþátt. Vörn hjá eldri en 65 ára mældist 94 prósent. Enn fremur segir í tilkynningu að bóluefnið sé öruggt. Einu merkjanlegu aukaverkanirnar hafi verið þreyta í 3,8 prósent tilvika og höfuðverkur í 2 prósent tilvika. Öryggisviðmið Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að sækja um neyðarleyfi fyrir efninu hafi jafnframt verið uppfyllt. Pfizer kveðst nú stefna að því að sækja um slíkt leyfi til FDA á allra næstu dögum. Líkt og áður hefur komið fram er framleiðslugeta Pfizer um 50 milljón skammtar á þessu ári. Fyrirtækið kveðst geta framleitt 1,3 milljarða skammta til viðbótar á næsta ári og væntir þess að geta dreift efninu um allan heim. Bóluefni Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Geyma þarf efnið við 70 til 80 stiga frost. Bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna tilkynnti nú í vikunni að bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni veiti 95 prósent vörn. Pfizer og Moderna eru komin lengst þeirra fyrirtækja sem þróað hafa bóluefni undanfarna mánuði. Bæði efnin eru svokölluð RNA-bóluefni og þróuð á svipaðan máta. Íslandi er tryggt aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem þegar hefur undirritað samning við fjóra framleiðendur, þ. á m. Pfizer/BioNTech.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17
Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12
Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32