Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 12:01 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara gagnrýnir að framkvæmdasjóður aldraðra hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki í uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Þannig hefði til dæmis að miklu leyti verið hægt að koma í veg fyrir það úrræðaleysi sem nú blasi við í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Í reglugerð um sjóðinn segir að fé úr sjóðnum eigi að vera varið til byggingar stofnana, þjónustumiðstöðva og dagdvala, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa verið nýttan í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Þetta er mjög stór sjóður og það eru tveir milljarðar sem koma inn árlega, sem eiga að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila en í mörg, mörg ár hefur verið tekið úr honum í rekstur hjúkrunarheimila. Og það stendur til að gera það á næsta ári, ekki að fullu, en við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef hann hefði ekki verið nýttur í það,“ segir Þórunn. Fyrir liggi að skortur sé á úrræðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, ekki síst núna þegar það vantar nýjar lausnir fyrir fólk sem dvalið hefur á Landakoti. Fjárskortur sé ástæðan fyrir því að sjóðurinn hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila. „Ástæðan er undanþága árlega vegna þess að peningum af skornum skammti er skammtað í rekstur hjúkrunarheimila og þar hefur þyngst verulega á seinni árum, ekki síst vegna þess að mörg hjúkrunarheimili þurftu að breyta sínu húsnæði fyrir tveimur áratugum eða svo, úr tvíbýli í einbýli og þá fækkaði svo mörgum hjúkrunarrýmum að það í raun og veru leiddi af sér dýrari rými. Og það kallar á meira fjármagn í reksturinn og svo eru það auknar kröfur sífellt um gæði þjónustunnar og allt annað." Þá hafi fjölgun eldri borgara ekki verið tekin inn í áætlanir stjórnvalda. Því þurfi að breyta. „Það er svo mikil fjölgun fram undan að til þess að brúa það bil þurfum við gríðarlegt átak,” segir Þórunn. Þórunn sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsemi Landakots megi ekki tapast og að setja þurfi fjármagn í að lagfæra hana. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara gagnrýnir að framkvæmdasjóður aldraðra hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki í uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Þannig hefði til dæmis að miklu leyti verið hægt að koma í veg fyrir það úrræðaleysi sem nú blasi við í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Í reglugerð um sjóðinn segir að fé úr sjóðnum eigi að vera varið til byggingar stofnana, þjónustumiðstöðva og dagdvala, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa verið nýttan í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Þetta er mjög stór sjóður og það eru tveir milljarðar sem koma inn árlega, sem eiga að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila en í mörg, mörg ár hefur verið tekið úr honum í rekstur hjúkrunarheimila. Og það stendur til að gera það á næsta ári, ekki að fullu, en við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef hann hefði ekki verið nýttur í það,“ segir Þórunn. Fyrir liggi að skortur sé á úrræðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, ekki síst núna þegar það vantar nýjar lausnir fyrir fólk sem dvalið hefur á Landakoti. Fjárskortur sé ástæðan fyrir því að sjóðurinn hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila. „Ástæðan er undanþága árlega vegna þess að peningum af skornum skammti er skammtað í rekstur hjúkrunarheimila og þar hefur þyngst verulega á seinni árum, ekki síst vegna þess að mörg hjúkrunarheimili þurftu að breyta sínu húsnæði fyrir tveimur áratugum eða svo, úr tvíbýli í einbýli og þá fækkaði svo mörgum hjúkrunarrýmum að það í raun og veru leiddi af sér dýrari rými. Og það kallar á meira fjármagn í reksturinn og svo eru það auknar kröfur sífellt um gæði þjónustunnar og allt annað." Þá hafi fjölgun eldri borgara ekki verið tekin inn í áætlanir stjórnvalda. Því þurfi að breyta. „Það er svo mikil fjölgun fram undan að til þess að brúa það bil þurfum við gríðarlegt átak,” segir Þórunn. Þórunn sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsemi Landakots megi ekki tapast og að setja þurfi fjármagn í að lagfæra hana. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01