Uppgjör kynslóðanna í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2020 10:31 Bjarni og félagar í Dusty ætla sér sigur á Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar. dusty Á sunnudaginn mætast ungt lið Dusty og reynsluboltarnir í Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. „Ég er bara mjög spenntur og hlakka til að spila,“ sagði Bjarni Þór Guðmundsson, fyrirliði Dusty, í samtali við Vísi. „Í átta liða úrslitunum mættum við Samviskunni og Þór í undanúrslitunum. Við unnum alla leikina okkar. Við unnum 2-0 á móti Þór sem var erfiður leikur og líka 2-0 á móti Samviskunni sem var létt,“ sagði Bjarni um leið Dusty í úrslitaleikinn. Eins og áður sagði eru Bjarni og félagar ungir að árum. Þrír í liði Dusty eru nítján ára og tveir tvítugir. Á meðan eru leikmenn Hafsins talsvert eldri. „Við erum langyngstir í Vodafone-deildinni,“ sagði Bjarni. „Við erum að fara að spila á móti gaurum sem hafa spilað í fimmtán ár.“ Reynslumiklir þrátt fyrir ungan aldur Aðspurður hvort líta megi á úrslitaleikinn á sunnudaginn sem eins konar kynslóðauppgjör í íslenska CounterStrike heiminum segir Bjarni svo vera. „Já, það mætti segja það. Við erum allt öðruvísi spilarar. Þeir ólust upp á allt öðrum tíma en við. Það er samt ekki hægt að segja að það sé munur á reynslu þar sem við höfum verið í öllum úrslitum sem hafa verið undanfarin tvö og hálft ár,“ sagði Bjarni. „Það er einhver munur á okkur en við höfum spilað lengi en á lægra stigi.“ Bjarni segir að kjarninn í liði Dusty hafi spilað saman síðan í ágúst á síðasta ári. Hann hafi sjálfur byrjað að spila seinni hluta árs 2015 en hinir í liðinu fyrr. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 18:00. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti
Á sunnudaginn mætast ungt lið Dusty og reynsluboltarnir í Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. „Ég er bara mjög spenntur og hlakka til að spila,“ sagði Bjarni Þór Guðmundsson, fyrirliði Dusty, í samtali við Vísi. „Í átta liða úrslitunum mættum við Samviskunni og Þór í undanúrslitunum. Við unnum alla leikina okkar. Við unnum 2-0 á móti Þór sem var erfiður leikur og líka 2-0 á móti Samviskunni sem var létt,“ sagði Bjarni um leið Dusty í úrslitaleikinn. Eins og áður sagði eru Bjarni og félagar ungir að árum. Þrír í liði Dusty eru nítján ára og tveir tvítugir. Á meðan eru leikmenn Hafsins talsvert eldri. „Við erum langyngstir í Vodafone-deildinni,“ sagði Bjarni. „Við erum að fara að spila á móti gaurum sem hafa spilað í fimmtán ár.“ Reynslumiklir þrátt fyrir ungan aldur Aðspurður hvort líta megi á úrslitaleikinn á sunnudaginn sem eins konar kynslóðauppgjör í íslenska CounterStrike heiminum segir Bjarni svo vera. „Já, það mætti segja það. Við erum allt öðruvísi spilarar. Þeir ólust upp á allt öðrum tíma en við. Það er samt ekki hægt að segja að það sé munur á reynslu þar sem við höfum verið í öllum úrslitum sem hafa verið undanfarin tvö og hálft ár,“ sagði Bjarni. „Það er einhver munur á okkur en við höfum spilað lengi en á lægra stigi.“ Bjarni segir að kjarninn í liði Dusty hafi spilað saman síðan í ágúst á síðasta ári. Hann hafi sjálfur byrjað að spila seinni hluta árs 2015 en hinir í liðinu fyrr. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 18:00.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti