Ætla að loka Arecibo vegna hættu Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 20:55 Arecibo-útvarpssjónaukinn er talinn í hættu á að hrynja. AP/Danica Coto Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Skemmdir hafa orðið á sjónaukanum og segja forsvarsmenn hans að of hættulegt sé að starfrækja hann áfram. National Science Foundation, sem er óháð stofnun en er fjármögnuð af ríkinu, á sjónaukann en vísindamenn við Háskóla Mið-Flórída, hafa séð um rekstur hans á undanförnum árum. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar og olli miklum skemmdum á sjónaukanum. Þegar hefja átti viðgerðir á honum fyrr í þessum mánuði gaf annar og mikilvægari vír sig. Sérfræðingar óttast að aukið álag sé nú á þeim vírum sem eftir eru og gefi fleiri sig gæti 900 tonna sjónaukinn hrunið til jarðar. Sjá einnig: Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkó. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Þá hefur sjónaukinn verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Sjónaukinn samanstendur úr rúmlega 300 metra disk og 900 tonna palli sem hangir í um 150 metra hæð yfir diskinum. Forsvarsmenn Arecibo grunar að galli hafi leitt til þess að vírinn losnaði í sumar. Það kom verkfræðingum þó verulega á óvart þegar mikilvægari vírinn slitnaði svo fyrr í þessum mánuði. Talið var að hann væri einungis að halda um 60 prósent hámarksþyngdar hans. Þá segja áðurnefndir forsvarsmenn að jafnvel þó skemmdirnar yrðu lagaðar væri ekki hægt að nota sjónaukann til lengdar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir NSF að taka, en öryggi fólks er í forgangi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Sean Jones, einum af yfirmönnum NSF. „Við gerum okkur grein fyrir því hve miklu Arecibo skiptir fyrir samfélagið og Púertó Ríkó.“ Hann sagði einnig að í rauninni væri engin leið í boði til að halda áfram rekstri sjónaukans og í senn tryggja öryggi fólks þar. Geimurinn Púertó Ríkó Bandaríkin Vísindi James Bond Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Skemmdir hafa orðið á sjónaukanum og segja forsvarsmenn hans að of hættulegt sé að starfrækja hann áfram. National Science Foundation, sem er óháð stofnun en er fjármögnuð af ríkinu, á sjónaukann en vísindamenn við Háskóla Mið-Flórída, hafa séð um rekstur hans á undanförnum árum. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar og olli miklum skemmdum á sjónaukanum. Þegar hefja átti viðgerðir á honum fyrr í þessum mánuði gaf annar og mikilvægari vír sig. Sérfræðingar óttast að aukið álag sé nú á þeim vírum sem eftir eru og gefi fleiri sig gæti 900 tonna sjónaukinn hrunið til jarðar. Sjá einnig: Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkó. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Þá hefur sjónaukinn verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Sjónaukinn samanstendur úr rúmlega 300 metra disk og 900 tonna palli sem hangir í um 150 metra hæð yfir diskinum. Forsvarsmenn Arecibo grunar að galli hafi leitt til þess að vírinn losnaði í sumar. Það kom verkfræðingum þó verulega á óvart þegar mikilvægari vírinn slitnaði svo fyrr í þessum mánuði. Talið var að hann væri einungis að halda um 60 prósent hámarksþyngdar hans. Þá segja áðurnefndir forsvarsmenn að jafnvel þó skemmdirnar yrðu lagaðar væri ekki hægt að nota sjónaukann til lengdar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir NSF að taka, en öryggi fólks er í forgangi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Sean Jones, einum af yfirmönnum NSF. „Við gerum okkur grein fyrir því hve miklu Arecibo skiptir fyrir samfélagið og Púertó Ríkó.“ Hann sagði einnig að í rauninni væri engin leið í boði til að halda áfram rekstri sjónaukans og í senn tryggja öryggi fólks þar.
Geimurinn Púertó Ríkó Bandaríkin Vísindi James Bond Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira