„Þarf ekki verðlaunapening til að átta mig á því hvort ég hafi staðið mig vel eða ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2020 09:01 Már Gunnarsson vill að breytingar verði gerðar á mótafyrirkomulagi hjá Íþróttasambandi fatlaðra. stöð 2 Sundkappinn Már Gunnarsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins á Stöð 2. Már er blindur og keppir á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðning ÍF en segir að eitt og annað megi laga hjá sambandinu. „Íþróttasamband fatlaðra er stofnun sem ég er mjög þakklátur fyrir að hafa. Þau gera íþróttir fatlaðra mögulegar á Íslandi en síðan spyr maður sig af hverju heitir þetta Íþróttasamband fatlaðra? Er ekki einhver stimpill í því? Ég væri til í að sjá því breytt. Það eru ákveðin atriði sem mér finnst þurfa að laga og ákveðin atriði sem mér finnst gamaldags,“ sagði Már. Hann nefnir að í sundi séu fjórtán fötlunarflokkar og á Íslandsmótum séu oft mjög fáir að keppa í hverjum flokki, stundum ekki nema einn. „Ég er stundum að keppa við sjálfan mig og ég þoli ekki að þegar það er verið að veita verðlaun fyrir 1. sæti þegar það eru kannski bara einn eða tveir að keppa,“ sagði Már. „Í Evrópu, þegar það eru ekki nógu margir til að fylla upp í riðlanna er bara stigagjöf og sá sem kemst næst heimsmetinu í sínum flokki hann vinnur. Það er eitthvað sem ætti að gera hér. Þegar verið er að lesa upp verðlaunahafa og ég er kannski bara einn á pallinum mér finnst það ekki gott og mjög hallærislegt. Ég þarf ekki verðlaunapening til að átta mig á því hvort ég hafi staðið mig vel eða ekki. Verðlaunapeningur á ekki að vera alltof sjálfsagður.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lífið utan leiksins - Már Gunnarsson Sund Lífið utan leiksins Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Sundkappinn Már Gunnarsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins á Stöð 2. Már er blindur og keppir á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðning ÍF en segir að eitt og annað megi laga hjá sambandinu. „Íþróttasamband fatlaðra er stofnun sem ég er mjög þakklátur fyrir að hafa. Þau gera íþróttir fatlaðra mögulegar á Íslandi en síðan spyr maður sig af hverju heitir þetta Íþróttasamband fatlaðra? Er ekki einhver stimpill í því? Ég væri til í að sjá því breytt. Það eru ákveðin atriði sem mér finnst þurfa að laga og ákveðin atriði sem mér finnst gamaldags,“ sagði Már. Hann nefnir að í sundi séu fjórtán fötlunarflokkar og á Íslandsmótum séu oft mjög fáir að keppa í hverjum flokki, stundum ekki nema einn. „Ég er stundum að keppa við sjálfan mig og ég þoli ekki að þegar það er verið að veita verðlaun fyrir 1. sæti þegar það eru kannski bara einn eða tveir að keppa,“ sagði Már. „Í Evrópu, þegar það eru ekki nógu margir til að fylla upp í riðlanna er bara stigagjöf og sá sem kemst næst heimsmetinu í sínum flokki hann vinnur. Það er eitthvað sem ætti að gera hér. Þegar verið er að lesa upp verðlaunahafa og ég er kannski bara einn á pallinum mér finnst það ekki gott og mjög hallærislegt. Ég þarf ekki verðlaunapening til að átta mig á því hvort ég hafi staðið mig vel eða ekki. Verðlaunapeningur á ekki að vera alltof sjálfsagður.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lífið utan leiksins - Már Gunnarsson
Sund Lífið utan leiksins Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira