Hvolpar ekki bara til að létta lund í samkomubanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 21:01 Alls tíu hvolpar komu í gotinu og eru nú allir búnir að fá gott heimili en eigandinn var að drukkna í fyrirspurnum. vísir/arnar Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili. Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna. Þegar tíu labrador-hvolpar komu í heiminn, einn á fætur öðrum, kom Laddi upp í huga eigendanna og setningin „Hættu að telja, þetta er ég!" Þannig fengu allir hvolparnir nöfn eftir Laddakarakterum, til dæmis Elsa Lund, Skúli rafvirki og Eiríkur Fjalar. Fréttastofa hefur fjallað um mikla eftirspurn eftir kettlingum síðustu vikurnar. Og það sama á við um hvolpa enda dauðlangar mann að taka eitt svona krútt með sér heim, ekki veitir af í covid, samkomubanni og myrkri. En það eru víst ekki réttar ástæður til að fá sér hund. „Þetta er skuldbinding og hvolpar eru voðalega sætir en fyrstu tvö árin eru þau sem reynir mest á í uppeldinu,“ segir Sigrún Guðlaugardóttir, hundaræktandi. Margir eru að leita að hvolpi á Facebook, bara einhverjum hvolpi - tegund og verð skiptir ekki máli. Allar facebooksíður um hunda og hvolpa loga í fyrirspurnum. Sigrún hefur verið sjálf að drukkna úr fyrirspurnum og eru margar hverjar frá fólki sem virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. „Það segist leiðast og vanta félagsskap. Það er æðislegt að hafa hund og mjög hjálplegt félagslega en það er ekki nóg að fá sér hund af því að manni leiðist. Maður verður líka að spyrja sig hvort honum eigi eftir að leiðast líka.“ Sigrún segir fólk hafa boðið hærri greiðslur til að reyna að tryggja sér hvolp. „Þegar við erum að leita að heimilum fyrir okkar hunda þá biðjum við ekki um reikningsyfirlitið heldur skoðum fólkið og hvað liggur að baki. Það er ekki þykktin á seðlaveskinu sem skiptir máli,“ segir Sigrún og bætir við að eins mikilvægt og það er fyrir hundaræktara að skila af sér „góðri vöru“ þá er það jafn mikilvægt að hundurinn fái gott heimili.
Dýr Gæludýr Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira