Harpa hökkuð í hakk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2020 14:27 Kúabændur eru hvattir til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa Fjölskylduhjálp Íslands kjöt. Það hafa bændurnir á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi gert þegar þau létu slátra kvígunni Hörpu og hökkuðu hana í hakk og gáfu fjölskylduhjálpinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir á bænum Reykjum á Skeiðum hvetja kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands. Sjálfir slátruðu bændurnir nýlega kvígu og gáfu átta tíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum. Nú þegar nálgast aðventu og jólahátíðina þá verða fjárútlát fjölskyldna óneitanlega meiri þegar um matarinnkaup er að ræða og jólagjafir. Víða er þröngt í búi vegna Covid ástandsins og því vilja kúabændur láta gott af sér leiða. Gott dæmi um það eru hjónin Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason á bænum Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þau fóru nýlega með kvíguna Hörpu í sláturhús og fengu í kjölfarið um 80 kíló af hakki af henni, sem þau gáfu Fjölskylduhjálpar Íslands. Birna hvetur kúabændur til að láta eitthvað af hendi rakna til fjölskylduhjálparinnar „Ég fór bara að velta vöngum yfir því hvað við bændur værum vel settir í Covid ástandinu miðað við margar aðrar stéttir. Það breytist nánast ekkert hjá okkur. Við vinnum okkar vinnu bara eins og vant er, við getum farið út og hreyft okkur frjáls og þurfum ekki að fara í einhvern hlífðarbúnað í vinnunni okkar og tekjurnar koma alveg óbreytt,“ segir Birna og bætir við; „Mjög margir bændur gætu séð af einhverju til Fjölskylduhjálparinnar til dæmis eins og það að setja grip í sláturhús og láta hakka hann og vinna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar.“ Birna og Rúnar hvetja kúabændur til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa fjölskylduhjálpinni kjöt af skepnum sínum, sem er verið að slátra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birna segir að þau Rúnar hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá bændum eftir að þau vöktu athygli á málinu á Facbook síðu kúabænda og þau viti til þess að margir munu láta gott af sér leiða fyrir jólin. „Og það sem mér finnst svo ánægjulegt að ég hef komist að því að það eru til bændur, sem hafa gert þetta af og til án þess að hafa nokkuð hátt um það.“ Birna hvetur líka sláturhús og kjötvinnslur til að taka þátt í verkefninu því það kosti mikið að láta slátra grip og vinna kjötið með því að slá af vinnslukostnaði og koma kjötinu til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Birna og Rúnar létu gott af sér leiða á dögunum þegar kvígunni Hörpu frá þeim var slátrað og um 80 kíló af hakki af kjötinu fór til Fjölskylduhjálparinnar. „Já, það er rétt og við skorum á aðra kúabændur, sem telja sig aflögufæra með eitthvað að leggja hönd á plóg því okkar staða er tiltölulega sterk miðað við marga aðra,“ segir Birna. Rúnar og Birna, kúabændur á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem hafa látið gott af sér leiða á tímum Covid-19 með því að gefa Fjölskylduhjál 80 kíló af hakki.Einkasafn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Kúabændurnir á bænum Reykjum á Skeiðum hvetja kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands. Sjálfir slátruðu bændurnir nýlega kvígu og gáfu átta tíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum. Nú þegar nálgast aðventu og jólahátíðina þá verða fjárútlát fjölskyldna óneitanlega meiri þegar um matarinnkaup er að ræða og jólagjafir. Víða er þröngt í búi vegna Covid ástandsins og því vilja kúabændur láta gott af sér leiða. Gott dæmi um það eru hjónin Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason á bænum Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þau fóru nýlega með kvíguna Hörpu í sláturhús og fengu í kjölfarið um 80 kíló af hakki af henni, sem þau gáfu Fjölskylduhjálpar Íslands. Birna hvetur kúabændur til að láta eitthvað af hendi rakna til fjölskylduhjálparinnar „Ég fór bara að velta vöngum yfir því hvað við bændur værum vel settir í Covid ástandinu miðað við margar aðrar stéttir. Það breytist nánast ekkert hjá okkur. Við vinnum okkar vinnu bara eins og vant er, við getum farið út og hreyft okkur frjáls og þurfum ekki að fara í einhvern hlífðarbúnað í vinnunni okkar og tekjurnar koma alveg óbreytt,“ segir Birna og bætir við; „Mjög margir bændur gætu séð af einhverju til Fjölskylduhjálparinnar til dæmis eins og það að setja grip í sláturhús og láta hakka hann og vinna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar.“ Birna og Rúnar hvetja kúabændur til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa fjölskylduhjálpinni kjöt af skepnum sínum, sem er verið að slátra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birna segir að þau Rúnar hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá bændum eftir að þau vöktu athygli á málinu á Facbook síðu kúabænda og þau viti til þess að margir munu láta gott af sér leiða fyrir jólin. „Og það sem mér finnst svo ánægjulegt að ég hef komist að því að það eru til bændur, sem hafa gert þetta af og til án þess að hafa nokkuð hátt um það.“ Birna hvetur líka sláturhús og kjötvinnslur til að taka þátt í verkefninu því það kosti mikið að láta slátra grip og vinna kjötið með því að slá af vinnslukostnaði og koma kjötinu til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Birna og Rúnar létu gott af sér leiða á dögunum þegar kvígunni Hörpu frá þeim var slátrað og um 80 kíló af hakki af kjötinu fór til Fjölskylduhjálparinnar. „Já, það er rétt og við skorum á aðra kúabændur, sem telja sig aflögufæra með eitthvað að leggja hönd á plóg því okkar staða er tiltölulega sterk miðað við marga aðra,“ segir Birna. Rúnar og Birna, kúabændur á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem hafa látið gott af sér leiða á tímum Covid-19 með því að gefa Fjölskylduhjál 80 kíló af hakki.Einkasafn
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum