Davíð Kristján Ólafsson og Viðar Örn Kjartansson hófu leik þegar Álasund tók á móti Valerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Davíð leikur með Álasund en Viðar með Valerenga.
Álasund komst yfir eftir um hálftíma leik þegar Parfait Bizoza skoraði.
Höfðu heimamenn forystuna allt þar til á 64.mínútu þegar gestunum var dæmd vítaspyrna Aron Doennum fór á vítapunktinn og skoraði.
Viðari Erni var skipt af velli á 80.mínútu fyrir Matthías Vilhjálmsson en fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli niðurstaðan, 1-1.
Álasund er langneðst í deildinni og þarf á kraftaverki að halda í síðustu fimm umferðum deildarinnar til að bjarga sér frá falli. Valerenga í 3.sæti.