Fótbolti

Elísabet þjálfari ársins í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir. Mynd/Heimasíða Kristianstads DFF

Elísabet Gunnarsdóttir var útnefnd þjálfari ársins í sænsku úrvalsdeildinni á lokahófi deildarinnar í kvöld.

Elísabet hefur þjálfað lið Kristianstad frá árinu 2009 en í ár náði liðið sínum besta árangri undir hennar stjórn með því að hafna í 3.sæti sem færir liðinu keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Kristianstad er mikið Íslendingalið en þær Svava Rós Guðmundsdóttir og Sif Atladóttir spila fyrir liðið. Þá er Elísabet með Íslendinga í þjálfarateymi sínu þar sem Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari og Kristín Hólm Geirsdóttir styrktarþjálfari.

Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir var tilnefnd sem varnarmaður ársins en var ekki valin í þetta skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×