Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 12:30 Arnar Þór Viðarsson er þjálfari U-21 árs landsliðs karla og er búinn að koma því á EM á næsta ári. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að hann muni ekki koma að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. Það starf er laust eftir að Erik Hamrén hætti eftir leikinn gegn Englandi í síðustu viku. Arnar Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Þar var hann spurður að því hvort hann kæmi eitthvað að ráðningu næsta þjálfara A-landsliðs karla. „Það er ekki í prótókólnum. Þegar við settum saman starfið, yfirmaður knattspyrnusviðs, þótti okkur mjög óeðlilegt ef ég er þjálfari U-21 árs liðsins og að ákveða hver kemur inn eða þurfa að reka einhvern. Það er óþægilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með yfirmann knattspyrnumála yfir sér og sami maður er eiginlega undir honum. Það væri ekki holl staða,“ sagði Arnar Þór. „En það sem er á mínu sviði er að ræða málin við stjórn KSÍ og Guðna [Bergsson, formann KSÍ] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] hvernig er best fyrir okkur að stýra öllu batteríinu næstu árin.“ Hægt að vera yfirmaður knattspyrnusviðs og landsliðsþjálfari Í þættinum játaði Arnar Þór að hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu, líkt og sennilega allir þjálfarar á Íslandi. Hann sagði að það væri hægt að gegna báðum störfum, vera yfirmaður knattspyrnusviðs og A-landsliðsþjálfari. „Já, það held ég, eða ég veit það. Roberto Martínez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en hættu við því þeir voru svo ánægðir með þetta tvöfalda starf, hvernig Martínez er að gera þetta. Ef þetta er hægt einhvers staðar annars staðar ætti það að vera hægt á Íslandi líka,“ sagði Arnar Þór. Hann er fullviss um að hann geti gegnt báðum störfum, þjálfari A-landsliðsins og yfirmaður knattspyrnusviðs, ef til þess kemur. „Það er ljóst í mínum huga að það er hægt. Við erum auðvitað að hlaupa aðeins á undan okkur en ef þessi staða kemur upp er ég hundrað prósent öruggur á því að þetta sé hægt og ég geti sinnt þessu starfi, enda myndi ég ekki vilja gera það á neinn annan hátt vegna þess að það starf sem ég hef verið að gera í samstarfi við alla á knattspyrnusviði KSÍ undanfarið eitt og hálft ár er ekkert búið. Við erum rétt að byrja. Við erum búin að framkvæma fullt af flottum hlutum en það er fullt á teikniborðinu,,“ sagði Arnar Þór. Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands og þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að hann muni ekki koma að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. Það starf er laust eftir að Erik Hamrén hætti eftir leikinn gegn Englandi í síðustu viku. Arnar Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Þar var hann spurður að því hvort hann kæmi eitthvað að ráðningu næsta þjálfara A-landsliðs karla. „Það er ekki í prótókólnum. Þegar við settum saman starfið, yfirmaður knattspyrnusviðs, þótti okkur mjög óeðlilegt ef ég er þjálfari U-21 árs liðsins og að ákveða hver kemur inn eða þurfa að reka einhvern. Það er óþægilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með yfirmann knattspyrnumála yfir sér og sami maður er eiginlega undir honum. Það væri ekki holl staða,“ sagði Arnar Þór. „En það sem er á mínu sviði er að ræða málin við stjórn KSÍ og Guðna [Bergsson, formann KSÍ] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] hvernig er best fyrir okkur að stýra öllu batteríinu næstu árin.“ Hægt að vera yfirmaður knattspyrnusviðs og landsliðsþjálfari Í þættinum játaði Arnar Þór að hann hefði áhuga á að taka við A-landsliðinu, líkt og sennilega allir þjálfarar á Íslandi. Hann sagði að það væri hægt að gegna báðum störfum, vera yfirmaður knattspyrnusviðs og A-landsliðsþjálfari. „Já, það held ég, eða ég veit það. Roberto Martínez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en hættu við því þeir voru svo ánægðir með þetta tvöfalda starf, hvernig Martínez er að gera þetta. Ef þetta er hægt einhvers staðar annars staðar ætti það að vera hægt á Íslandi líka,“ sagði Arnar Þór. Hann er fullviss um að hann geti gegnt báðum störfum, þjálfari A-landsliðsins og yfirmaður knattspyrnusviðs, ef til þess kemur. „Það er ljóst í mínum huga að það er hægt. Við erum auðvitað að hlaupa aðeins á undan okkur en ef þessi staða kemur upp er ég hundrað prósent öruggur á því að þetta sé hægt og ég geti sinnt þessu starfi, enda myndi ég ekki vilja gera það á neinn annan hátt vegna þess að það starf sem ég hef verið að gera í samstarfi við alla á knattspyrnusviði KSÍ undanfarið eitt og hálft ár er ekkert búið. Við erum rétt að byrja. Við erum búin að framkvæma fullt af flottum hlutum en það er fullt á teikniborðinu,,“ sagði Arnar Þór.
Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Arnar Þór Viðarsson er ekki viss um að Mikael Neville Anderson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess. 23. nóvember 2020 07:30
Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51