Hversdagsleikinn, ömurlega veðrið og þunglyndið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 15:31 Frá tökum á myndbandinu. Mynd/Þórsteinn Sigurðsson Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið. Tónlist Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira