Icelandair ekki skoðað að krefja farþega um bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 17:17 Upptaka skilyrðis um bólusetningu farþega hefur ekki komið til tals hjá stjórnendum Icelandair. Vísir/Vilhelm/Getty Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15