Arnór leitar að fyrsta Evrópumarkinu frá því á Santiago Bernabéu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Arnór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Real Madrid á Santiago Bernabéu fyrir tveimur árum. getty/VI Images Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, hefur ekki skorað í Evrópuleik síðan hann negldi síðasta naglann í kistu Real Madrid fyrir tæpum tveimur árum. Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins. Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins.
Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira