Arnór leitar að fyrsta Evrópumarkinu frá því á Santiago Bernabéu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Arnór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Real Madrid á Santiago Bernabéu fyrir tveimur árum. getty/VI Images Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, hefur ekki skorað í Evrópuleik síðan hann negldi síðasta naglann í kistu Real Madrid fyrir tæpum tveimur árum. Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins. Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins.
Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira