Ofbeldissambandi lýkur… hvað svo? Hulda Sædís Bryngeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:01 Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun