Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. nóvember 2020 19:20 Flugáhöfn TF-GRO fór í síðasta æfingaflug sitt um óákveðinn tíma síðdegis í dag. Stöð 2/Sigurjón Engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir miðnætti vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Í minnisblaði Georgs Lárussonar forstjóra til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra segir að þetta hafi alvarleg áhrif á björgunar- og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Georg segir covid faraldurinn hafi sett nauðsynlega þjálfun áhafna úr skorðum og nú bætist þyrluleysi við vegna verkfalls flugvirkja. Að jafnaði séu um sjö útköll í mánuði þar sem ekki væri hægt að koma öðrum björgum við en með þyrlu. En að jafnaði er heildarfjöldi útkalla um tuttugu í hverjum mánuði. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfalls flugvirkja á viðbragðs- og björgunargetu stofnunarinnar.Stöð 2/Egill Síðdegis í dag fóru gæsluflugmenn í síðasta æfingaflugið um óákveðinn tíma og fylgdumst við með því á Reykjavíkurflugvelli. „Við verðum þyrlulaus að minnsta kosti fram á helgina. Vonandi ekki lengur. Og ef ekki úr rætist má búast við að við að við verðum algerlega stopp um miðjan næsta mánuð. Eða upp úr tólfta, þá er floti okkar orðinn óstarfhæfur,” sagði Georg síðdegis og telur þá flugvél Gæslunnar með. Þá geti farið að verða erfitt að ná saman áhöfn með full réttindi dragist deilan við þá flugvirkja sem eru í verkfalli á langinn. Getið þið nýtt eitthvað þá sem ekki eru í verkfalli til að sinna TF-GRO þegar hún fer í viðhald eftir miðnætti? “Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,” segir Georg. Forstjórinn leyfði sér að vera vongóður fyrir sáttafund sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari boðaði með samninganefndum Flugvirkjafélagsins og ríkisins klukkan fjögur í dag. Enginn niðurstaða varð á fundinum en nýr fundur boðaður klukkan níu í fyrramálið. Grafalvarleg og þung staða „Ég er búinn að vera í þéttu sambandi við formenn beggja samninganefnda undanfarið og vildi fá þau öll saman í eitt herbergi vegna þess að staðan í þessum viðræðum er grafalvarleg og þung og það liggur mikið við og allir þeir sem sitja í herberginu finna þungt til ábyrgðar og vinni úr þessu sem allra fyrst,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann gefur lítið upp um framgang viðræðnanna en segir að allt kapp verði lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn. Landhelgisgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir miðnætti vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Í minnisblaði Georgs Lárussonar forstjóra til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra segir að þetta hafi alvarleg áhrif á björgunar- og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Georg segir covid faraldurinn hafi sett nauðsynlega þjálfun áhafna úr skorðum og nú bætist þyrluleysi við vegna verkfalls flugvirkja. Að jafnaði séu um sjö útköll í mánuði þar sem ekki væri hægt að koma öðrum björgum við en með þyrlu. En að jafnaði er heildarfjöldi útkalla um tuttugu í hverjum mánuði. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum verkfalls flugvirkja á viðbragðs- og björgunargetu stofnunarinnar.Stöð 2/Egill Síðdegis í dag fóru gæsluflugmenn í síðasta æfingaflugið um óákveðinn tíma og fylgdumst við með því á Reykjavíkurflugvelli. „Við verðum þyrlulaus að minnsta kosti fram á helgina. Vonandi ekki lengur. Og ef ekki úr rætist má búast við að við að við verðum algerlega stopp um miðjan næsta mánuð. Eða upp úr tólfta, þá er floti okkar orðinn óstarfhæfur,” sagði Georg síðdegis og telur þá flugvél Gæslunnar með. Þá geti farið að verða erfitt að ná saman áhöfn með full réttindi dragist deilan við þá flugvirkja sem eru í verkfalli á langinn. Getið þið nýtt eitthvað þá sem ekki eru í verkfalli til að sinna TF-GRO þegar hún fer í viðhald eftir miðnætti? “Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,” segir Georg. Forstjórinn leyfði sér að vera vongóður fyrir sáttafund sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari boðaði með samninganefndum Flugvirkjafélagsins og ríkisins klukkan fjögur í dag. Enginn niðurstaða varð á fundinum en nýr fundur boðaður klukkan níu í fyrramálið. Grafalvarleg og þung staða „Ég er búinn að vera í þéttu sambandi við formenn beggja samninganefnda undanfarið og vildi fá þau öll saman í eitt herbergi vegna þess að staðan í þessum viðræðum er grafalvarleg og þung og það liggur mikið við og allir þeir sem sitja í herberginu finna þungt til ábyrgðar og vinni úr þessu sem allra fyrst,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann gefur lítið upp um framgang viðræðnanna en segir að allt kapp verði lagt á að ná samningum. „Þetta eru mjög alvarlegar og þungar og erfiðar samningaviðræður en við vinnum þetta áfram og ég hef boðað til fundar strax aftur klukkan níu í fyrramálið til þess að við höldum áfram að vinna úr þessu og reyna að finna leiðir og lausnir,“ sagði Aðalsteinn.
Landhelgisgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar. 24. nóvember 2020 19:21
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41
Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28