Starfsfólk í Kringlunni veiktist Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 12:56 Kringlan í samkomubanni Vísir/Vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun. Starfsfólk í verslunarmiðstöðinni Kringlunni hefur veikst af kórónuveirunni en ekki er vitað hvar starfsfólkið smitaðist. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 16: Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir smitið í Kringlunni ekki tengjast verslunarrekstri þar heldur hafi tveir starfsmenn í skrifstofubyggingu Kringlunnar veikst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að rekja mætti smit til stórra verslunarmiðstöðva. Grímuskylda er í verslunarmiðstöðvum en Rögnvaldur segist ekki þekkja hvert tilfelli fyrir sig varðandi þar sem smit hafa komið upp. „Það þarf að skoða það betur. Við vitum í einhverjum tilvikum um starfsfólk sem hefur veikst sem er að vinna í Kringlunni. En það er ekki vitað hvernig þau tilvik eru komin,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson.Vísir/Vilhelm Einnig hafa smit verið rakin til veisluhalda um liðna helgi. Rögnvaldur segir þær veislur ekki hafa verið fjölmennar en í einhverjum tilvikum hafi fólk verið að fara á milli fámennra teita í heimahúsi. Fólk sé jafnvel farið að teygja sig svo langt að vera með hólfaskiptar veislur heima hjá sér. „Það heldur ekkert í litlu rými,“ segir Rögnvaldur. Hann telur þetta til marks um að fólk sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnaaðgerðum, sem sé grátlegt í ljósi þess að nú sé farið að sjá fyrir endann á þeim. „Það yrði slæmt að missa þetta strax úr höndunum og desember ekki kominn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Starfsfólk í verslunarmiðstöðinni Kringlunni hefur veikst af kórónuveirunni en ekki er vitað hvar starfsfólkið smitaðist. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 16: Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir smitið í Kringlunni ekki tengjast verslunarrekstri þar heldur hafi tveir starfsmenn í skrifstofubyggingu Kringlunnar veikst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að rekja mætti smit til stórra verslunarmiðstöðva. Grímuskylda er í verslunarmiðstöðvum en Rögnvaldur segist ekki þekkja hvert tilfelli fyrir sig varðandi þar sem smit hafa komið upp. „Það þarf að skoða það betur. Við vitum í einhverjum tilvikum um starfsfólk sem hefur veikst sem er að vinna í Kringlunni. En það er ekki vitað hvernig þau tilvik eru komin,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson.Vísir/Vilhelm Einnig hafa smit verið rakin til veisluhalda um liðna helgi. Rögnvaldur segir þær veislur ekki hafa verið fjölmennar en í einhverjum tilvikum hafi fólk verið að fara á milli fámennra teita í heimahúsi. Fólk sé jafnvel farið að teygja sig svo langt að vera með hólfaskiptar veislur heima hjá sér. „Það heldur ekkert í litlu rými,“ segir Rögnvaldur. Hann telur þetta til marks um að fólk sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnaaðgerðum, sem sé grátlegt í ljósi þess að nú sé farið að sjá fyrir endann á þeim. „Það yrði slæmt að missa þetta strax úr höndunum og desember ekki kominn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira