Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 19:00 Ásta Þórdís Skjalddal samhæfingarstjóri Pepps á Íslandi, grasrót fólks í fátækt segir að örvænting fólks sé meiri nú en áður og fátæktin sárari. Vísir/Egill Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. Ásta Þórdís Skjalddal samhæfingarstjóri Pepps á Íslandi, grasrót fólks í fátækt telur að mikil fjölgun hafi orðið í hópi fólks sem nái ekki endum saman vegna aukins atvinnuleysis og annarra neikvæðra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. „Það hefur verið talað um að það séu alla vega sex þúsund manns í þessum hópi en við getum alveg fjórfaldað þá tölu núna,“ segir Ásta. Hún finnur líka að fátækt fólks sé orðin sárari en áður. Það er meiri örvænting hjá fólki. Áður fyrr var fólk kannski að láta okkur vita að það væri lítið eftir í buddunni og það vissi ekki hvernig það ætti að lifa út mánuðinn. Núna segist það ekki eiga neitt eftir í buddunni og allir skápar séu tómir af mat,“ segir Ásta. Kórónuveirufaraldurinn hafi haft margvíslegar afleiðingar. „Áður þurfti fólk kannski ekki aðstoð fyrr en í lok mánaðar en núna mætti sá hópur í byrjun mánaðar, því vandinn er svo uppsafnaður. Fólk er líka mikið búið að vera heima með börnin sín og það reynir á fjárhaginn að gefa öllum að borða. Þá þarf fólk að fara í sóttkví og getur ekki verslað sjálft inn. Það reynist mörgum erfitt því það er allt öðruvísi þegar aðrir kaupa inn fyrir mann og oft miklu dýrara. Fólk sem glímir við fátækt kann að versla ódýrt. Svo horfir fólk á börnin sín og veltir fyrir sér hvað það getur gert fyrir þau um jólin en það er bara ekki hægt,“ segir Ásta. Ásta segir þung skref fyrir marga að þurfa að þiggja mataraðstoð og ekki hjálpi þegar fólk þarf að híma í löngum biðröðum eftir aðstoð. „Við lifum í samfélagi þar sem fólk á að geta bjargað sér sjálft og það er mikið kjaftshögg fyrir marga þegar þeir gefast upp og leita eftir aðstoð. Við höfum verið að fordæma matarbiðraðir því þær eru niðurlægjandi fyrir fólk sem stendur í þeim. Það er miklu meiri reisn yfir leið Hjálparastarfs kirkjunnar sem hefur úthlutað matarkortum sem fólk getur þá sjálft verslað inn fyrir. Það er líka miklu hagkvæmar því þannig er fólk að versla inn það sem því vantar en fær ekki mat í poka sem það getur stundum jafnvel ekki notað,“ segir Ásta. Lífeyrisgreiðslur ennþá of lágar Aðspurð um hvað henni finnst um hækkun öryrkjalífeyris og atvinnuleysisbóta um næstu áramóts segir Ásta. „Þetta dugir ekki fyrir framfærslu, því miður. Bilið er orðið svo breitt að þetta hefði átt að vera meiri hækkun. Það er líka svo margt annað sem þarf að laga í kerfinu. Ég þekki t.d. fátæka einstæða móður sem er búin að berjast með börnin sín gegnum lífið. Eldra barnið er nú orðið 18 ára og er í framhaldsskóla og ætlar að mennta sig út úr fátæktinni. Það fór í sumarvinnu síðasta sumar og við það missti móðir hans húsaleigubætur og aðra bætur. Kerfið lítur þannig á að barnið sé orðið fullorðið og eigi það að skaffa til heimilsins með sínum tekjum, þetta er náttúrulega fáranlegt og hefur þau áhrif að næstu kynslóð verður miklu hættara við fátækt á fullorðinsárum. Ég hef miklar áhyggjur af börnum fátækra,“ segir Ásta hugsi að lokum. Þrisvar í viku býður Pepp í mat eða kaffi en í faraldri og samkomutakmörkunum hefur það ekki verið hægt. Þau rúlla þá bara veitingum fram á gang í Mjóddinni.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Alþingi Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ásta Þórdís Skjalddal samhæfingarstjóri Pepps á Íslandi, grasrót fólks í fátækt telur að mikil fjölgun hafi orðið í hópi fólks sem nái ekki endum saman vegna aukins atvinnuleysis og annarra neikvæðra áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. „Það hefur verið talað um að það séu alla vega sex þúsund manns í þessum hópi en við getum alveg fjórfaldað þá tölu núna,“ segir Ásta. Hún finnur líka að fátækt fólks sé orðin sárari en áður. Það er meiri örvænting hjá fólki. Áður fyrr var fólk kannski að láta okkur vita að það væri lítið eftir í buddunni og það vissi ekki hvernig það ætti að lifa út mánuðinn. Núna segist það ekki eiga neitt eftir í buddunni og allir skápar séu tómir af mat,“ segir Ásta. Kórónuveirufaraldurinn hafi haft margvíslegar afleiðingar. „Áður þurfti fólk kannski ekki aðstoð fyrr en í lok mánaðar en núna mætti sá hópur í byrjun mánaðar, því vandinn er svo uppsafnaður. Fólk er líka mikið búið að vera heima með börnin sín og það reynir á fjárhaginn að gefa öllum að borða. Þá þarf fólk að fara í sóttkví og getur ekki verslað sjálft inn. Það reynist mörgum erfitt því það er allt öðruvísi þegar aðrir kaupa inn fyrir mann og oft miklu dýrara. Fólk sem glímir við fátækt kann að versla ódýrt. Svo horfir fólk á börnin sín og veltir fyrir sér hvað það getur gert fyrir þau um jólin en það er bara ekki hægt,“ segir Ásta. Ásta segir þung skref fyrir marga að þurfa að þiggja mataraðstoð og ekki hjálpi þegar fólk þarf að híma í löngum biðröðum eftir aðstoð. „Við lifum í samfélagi þar sem fólk á að geta bjargað sér sjálft og það er mikið kjaftshögg fyrir marga þegar þeir gefast upp og leita eftir aðstoð. Við höfum verið að fordæma matarbiðraðir því þær eru niðurlægjandi fyrir fólk sem stendur í þeim. Það er miklu meiri reisn yfir leið Hjálparastarfs kirkjunnar sem hefur úthlutað matarkortum sem fólk getur þá sjálft verslað inn fyrir. Það er líka miklu hagkvæmar því þannig er fólk að versla inn það sem því vantar en fær ekki mat í poka sem það getur stundum jafnvel ekki notað,“ segir Ásta. Lífeyrisgreiðslur ennþá of lágar Aðspurð um hvað henni finnst um hækkun öryrkjalífeyris og atvinnuleysisbóta um næstu áramóts segir Ásta. „Þetta dugir ekki fyrir framfærslu, því miður. Bilið er orðið svo breitt að þetta hefði átt að vera meiri hækkun. Það er líka svo margt annað sem þarf að laga í kerfinu. Ég þekki t.d. fátæka einstæða móður sem er búin að berjast með börnin sín gegnum lífið. Eldra barnið er nú orðið 18 ára og er í framhaldsskóla og ætlar að mennta sig út úr fátæktinni. Það fór í sumarvinnu síðasta sumar og við það missti móðir hans húsaleigubætur og aðra bætur. Kerfið lítur þannig á að barnið sé orðið fullorðið og eigi það að skaffa til heimilsins með sínum tekjum, þetta er náttúrulega fáranlegt og hefur þau áhrif að næstu kynslóð verður miklu hættara við fátækt á fullorðinsárum. Ég hef miklar áhyggjur af börnum fátækra,“ segir Ásta hugsi að lokum. Þrisvar í viku býður Pepp í mat eða kaffi en í faraldri og samkomutakmörkunum hefur það ekki verið hægt. Þau rúlla þá bara veitingum fram á gang í Mjóddinni.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Alþingi Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira