„Bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa“ Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 26. nóvember 2020 20:00 Blessunarlega fylgir ekki mikill snjór þessu óveðri, en þó einhver. Vísir/Vilhelm Veðrið er ekki skaplegt. „Það er bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa um landið norðvestanvert og það verður rok og jafnvel sumstaðar ofsaveður í nótt fyrir norðan, allt austur í Eyjafjörð.“ Þetta sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur um óveðrið sem nú gengur yfir mest allt landið, í samtali við Birgi Olgeirsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og norðurlandi vestra. Gilda þær til miðnættis. Þá eru einnig gular viðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og Miðhálendi fram eftir morgundeginum og í sumum tilvikum lengur. Hvernig verður þetta á morgun? „Hann gengur smám saman niður, ekki mikið samt. Það verður hvasst allan morgundaginn og svo sljákkar í honum á laugardeginum, seinnipart laugardagsins verður nú líklega orðið skaplegt veður.“ Hvernig er með ferðalög á milli byggðarlaga á morgun? „Það verður hálka að öllum líkindum og ekkert sérstaklega gott ferðaveður en þetta gæti verið verra samt. Það er ekki mjög mikill snjór með þessu og svo fýkur hann líka burt.“ Veturkonungur er þá kominn til að vera.? „Já, það er viðbúið. Það verður skaplegt veður líklega á sunnudaginn en svo verður líklega hörkufrost, það verður brunagaddur á mánudagsmorgni og svo kemur næsta lægð strax á mánudagskvöld.“ Veður Tengdar fréttir Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00 Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Það er bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa um landið norðvestanvert og það verður rok og jafnvel sumstaðar ofsaveður í nótt fyrir norðan, allt austur í Eyjafjörð.“ Þetta sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur um óveðrið sem nú gengur yfir mest allt landið, í samtali við Birgi Olgeirsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og norðurlandi vestra. Gilda þær til miðnættis. Þá eru einnig gular viðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og Miðhálendi fram eftir morgundeginum og í sumum tilvikum lengur. Hvernig verður þetta á morgun? „Hann gengur smám saman niður, ekki mikið samt. Það verður hvasst allan morgundaginn og svo sljákkar í honum á laugardeginum, seinnipart laugardagsins verður nú líklega orðið skaplegt veður.“ Hvernig er með ferðalög á milli byggðarlaga á morgun? „Það verður hálka að öllum líkindum og ekkert sérstaklega gott ferðaveður en þetta gæti verið verra samt. Það er ekki mjög mikill snjór með þessu og svo fýkur hann líka burt.“ Veturkonungur er þá kominn til að vera.? „Já, það er viðbúið. Það verður skaplegt veður líklega á sunnudaginn en svo verður líklega hörkufrost, það verður brunagaddur á mánudagsmorgni og svo kemur næsta lægð strax á mánudagskvöld.“
Veður Tengdar fréttir Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00 Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57
Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13