Páll gerir fastlega ráð fyrir að niðurstaða náist í málinu á allra næstu dögum og frumvarpið verði þá afgreitt frá Alþingi samhliða fjárlagafrumvarpinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður samhliða frumvarpinu, mögulega farið fram á breytingar á umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, til að mynda í nýjum þjónustusamningi milli stofnunarinnar og ríkisins.
„Áfram er gert ráð fyrir að svipuð upphæð fari í stuðning til einkarekinna fjölmiðla en það er talsverður munur á nálguninni og skiptingu fjárhæða. Enda yrði þetta væntanlega lagt fram sem nýtt frumvarp en ekki einhverjar lítilvægar breytingar frá hinu fyrra,“ segir Páll Magnússon þingmaður.