Verum á varðbergi gegn ofbeldi Margrét Steinarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 10:00 Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn. Að sama skapi ætti líka að vera ljóst að sumir hópar í samfélaginu eru varnarlausari fyrir ofbeldi en aðrir. Má þar nefna fatlað fólk, einkum konur, börn og konur af erlendum uppruna, en staða þeirra er umfjöllunarefni þessarar greinar. Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar vegna ofbeldis. Það sem helst skilur á milli erlendra kvenna og íslenskra í ofbeldissamböndum er að þær erlendu hafa oft lítið tengslanet, enda er þeim oft vísvitandi haldið einangruðum. Þá þekkja þær ekki rétt sinn og hafa verið gefnar rangar upplýsingar um íslenskt samfélag og lagaumhverfi. Til dæmis hefur konum verið talin trú um að lögin á Íslandi séu þannig, að við skilnað fái feðurnir sjálfkrafa forsjá barna þeirra, að þeim verði umsvifalaust vísað úr landi og svo framvegis. Það kemur fyrir að konur snúa aftur til ofbeldismanna, því þær óttast jafnvel meira hinn kostinn sem þær sjá fyrir sér, að fá ekki að dvelja lengur á Íslandi, heldur en ofbeldið. Ætla má að staða erlendra kvenna sem búa við ofbeldi hafi versnað til muna vegna COVID-19 faraldursins. Margar þeirra hafa misst vinnu sína og tengsl þeirra við þá aðila sem leita mætti til eftir aðstoð eða upplýsingum hafa veikst vegna skertrar starfsemi, t.d. skóla, félagasamtaka o.fl. Makar þeirra hafa jafnvel einnig misst vinnu og því fylgja tilheyrandi álag, áhyggjur og vanlíðan sem ýtt gæti undir ofbeldið. Stjórnvöld eru að bregðast við og hafa brugðist við ofbeldinu og leitað ýmissa leiða til að vinna gegn því. Meðal annars má nefna vefinn 112.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ofbeldi í samböndum og hvert megi leita eftir aðstoð. Verum öll á varðbergi og leitumst við að liðsinna þó ekki nema minnsti grunur vakni hjá okkur um að ofbeldi eigi sér stað gagnvart einstaklingi sem við þekkjum til eða vekur athygli okkar fyrir einhverra hluta sakir. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun