Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Norrköping unnu mikilvægan 1-0 sigur á Hammarby í sænska boltanum í dag.
Fyrsta og eina mark leiksins gerði Christoffer Nyman á 39. mínútunni en sterkur útisigur Norrköping. Ísak Bergmann spilaði fyrstu 87 mínúturnar.
Norrköping er í 4. sætinu með 46 stig, tveimur stigum á eftir Håcken sem er í 3. sætinu. Ein umferð er eftir af deildinni en annað og þriðja sætið fer í Evrópukeppni að ári.
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu er AIK tapaði 0-1 fyrir Kalmar á heimavelli. AIK er í 9. sæti deildarinnar en sigurinn gæti hjálpað Kalmar að komast í umspil um laust sæti í deildinni að ári.
Hjörtur Hermannsson er á toppnum með Bröndby en þeir unnu 4-1 sigur á Lyngby í kvöld. Hjörtur kom inn á sem varamaður á á 81. mínútu er Bröndby er með stigi meira en ríkjandi meistarar, FC Midtjylland, eftir tíu leiki.