Katrín Tanja er komin af stað á ný: „Yasssss“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir er enn á Íslandi en mun hefja undirbúningstímabilið hér á landi. Instagram/@katrintanja Það styttist í nýtt ár og nýtt CrossFit tímabil og önnur besta CrossFit kona heims er búinn að skipta um gír eftir rólegar vikur. Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Sjá meira
Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn