Skipstjóri ákærður vegna dauða 34 um borð í bandarísku skemmtiskipi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 10:01 Þessi mynd frá 2. september 2019 sýnir vel hve mikill eldurinn var. 34 dóu í eldsvoðanum. AP/Slökkvilið Santa Barbara Skipstjóri skemmtibátsins Conception hefur verið ákærður vegna dauða 34 farþega hans undan ströndum Kaliforníu í fyrra. Hann er sakaður um 34 manndráp og gæti tæknilega séð verið dæmdur í 340 ára fangelsi. Eldur kom upp í skipinu snemma morguns í byrjun september í fyrra og voru allir sofandi um borð. 39 manns voru um borð í skipinu og var að mestu um að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Sex manns sem voru í áhöfn skipsins og sváfu flestir þeirra ofan þilja. Þegar eldurinn kom upp stukku fimm þeirra frá borði og voru í raun þau einu sem komust af. Jerry Nehl Boylan, skipstjórinn, var meðal þeirra. Farþegarnir 33 sváfu í stóru rými neðan þilja með eingöngu einn þröngan stiga sem útgönguleið. Enginn þeirra komst út og talið er að þau hafi dáið vegna reykeitrunar. Auk þeirra dó einn úr áhöfninni sem svaf einnig í sama rými. Þessi mynd frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum sýnir hvernig skipið leit út eftir brunann.AP/NTSB Áhafnarmeðlimirnir sögðu rannsakendum að eldurinn hefði verið of mikill til að bjarga fólki úr farþegarýminu. Hinn 67 ára gamli Boylan er sakaður um að hafa valdið dauða þeirra 34 sem dóu með vanrækslu sinni. Hann hafi til að mynda ekki verið með næturvörð og ekki haldið brunaæfingar og annars konar þjálfun fyrir áhöfn sína eins og lög segja til um, samkvæmt frétt Reuters. Sérfræðingar telja að eldurinn hafi kviknað á svæði þar sem farþegar skipsins voru að hlaða síma sína en ekki hefur verið staðfest að það hafi valdið eldinum, samkvæmt frétt BBC. Hér að neðan má sjá tvær sjónvarpsfréttir frá því í fyrra. Sú fyrri er frá CBS og má þar heyra samskipti áhafnar við björgunaraðila. Í hinni frá CNN var tekið viðtal við Ken Kurtis, eigands Conception. Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Eldur kom upp í skipinu snemma morguns í byrjun september í fyrra og voru allir sofandi um borð. 39 manns voru um borð í skipinu og var að mestu um að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Sex manns sem voru í áhöfn skipsins og sváfu flestir þeirra ofan þilja. Þegar eldurinn kom upp stukku fimm þeirra frá borði og voru í raun þau einu sem komust af. Jerry Nehl Boylan, skipstjórinn, var meðal þeirra. Farþegarnir 33 sváfu í stóru rými neðan þilja með eingöngu einn þröngan stiga sem útgönguleið. Enginn þeirra komst út og talið er að þau hafi dáið vegna reykeitrunar. Auk þeirra dó einn úr áhöfninni sem svaf einnig í sama rými. Þessi mynd frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum sýnir hvernig skipið leit út eftir brunann.AP/NTSB Áhafnarmeðlimirnir sögðu rannsakendum að eldurinn hefði verið of mikill til að bjarga fólki úr farþegarýminu. Hinn 67 ára gamli Boylan er sakaður um að hafa valdið dauða þeirra 34 sem dóu með vanrækslu sinni. Hann hafi til að mynda ekki verið með næturvörð og ekki haldið brunaæfingar og annars konar þjálfun fyrir áhöfn sína eins og lög segja til um, samkvæmt frétt Reuters. Sérfræðingar telja að eldurinn hafi kviknað á svæði þar sem farþegar skipsins voru að hlaða síma sína en ekki hefur verið staðfest að það hafi valdið eldinum, samkvæmt frétt BBC. Hér að neðan má sjá tvær sjónvarpsfréttir frá því í fyrra. Sú fyrri er frá CBS og má þar heyra samskipti áhafnar við björgunaraðila. Í hinni frá CNN var tekið viðtal við Ken Kurtis, eigands Conception.
Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira