Frá þessu segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Þetta sé í samræmi við neyðaráætlun málaflokks heimilislausra vegna veðurs sem hafi verið virkjuð.
„Það er gert þegar spáð er kuldakasti eða óveðri sem er þess eðlis að hætta sé á ofkælingu eða alvarlegum slysum þeirra sem nýta sér þjónustu neyðarskýla.
Staðirnir sem um ræðir eru Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur. Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sér um rekstur Konukots með samningi við Reykjavíkurborg. Í dag er samanlagt pláss fyrir 63 einstaklinga í skýlunum. Á öllum stöðum leggja stjórnendur áherslu á að skapa stemningu innandyra, svo sem flestir haldi þar til og hætti sér ekki út í kuldann, enda hefur Veðurstofan hvatt fólk til að halda sig heima,“ segir í tilkynningunni.