Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2020 13:37 Jólakötturinn á Ráðhústorginu er í vetrarbúningi. Vísir/Tryggvi Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan er veðrið ekkert sérstakt á Akureyri þessa stundina. Gul veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið utan þess að appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland. Á Norðurlandi eystra hefur verið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi það sem af er degi. Lítil skakkaföll hafa þó fylgt þessu veðri en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa lítil sem engin útköll verið á Norðurlandi frá því í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur landsmenn eindregið til þess að vera sem minnst á ferðinni í dag ef mögulegt en þó er búið að opna Öxnadalsheiðina og Vatnskarðið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri hefur lögreglan ekki haft mikið að gera í tengslum við veðrið utan þess að aðstoða einstaka ökumenn sem fest hafa bíla sína hér og þar um bæinn. Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að hafa jákvæðni og þolinmæði að vopni í dag vegna snjókomunnar. Áhersla sé lögð á það að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mikil úrkoma og fok, þannig að færðin geti verið fljót að spillast aftur og sést jafnvel ekki að mokað hafi verið fyrir fáeinum klukkutímum. Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun og þá verður settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina, að því er segir á vef bæjarins. Veður Akureyri Samgöngur Tengdar fréttir Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45 Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan er veðrið ekkert sérstakt á Akureyri þessa stundina. Gul veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið utan þess að appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland. Á Norðurlandi eystra hefur verið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi það sem af er degi. Lítil skakkaföll hafa þó fylgt þessu veðri en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa lítil sem engin útköll verið á Norðurlandi frá því í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur landsmenn eindregið til þess að vera sem minnst á ferðinni í dag ef mögulegt en þó er búið að opna Öxnadalsheiðina og Vatnskarðið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri hefur lögreglan ekki haft mikið að gera í tengslum við veðrið utan þess að aðstoða einstaka ökumenn sem fest hafa bíla sína hér og þar um bæinn. Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að hafa jákvæðni og þolinmæði að vopni í dag vegna snjókomunnar. Áhersla sé lögð á það að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mikil úrkoma og fok, þannig að færðin geti verið fljót að spillast aftur og sést jafnvel ekki að mokað hafi verið fyrir fáeinum klukkutímum. Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun og þá verður settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina, að því er segir á vef bæjarins.
Veður Akureyri Samgöngur Tengdar fréttir Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45 Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45
Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48