25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2020 20:05 Hrútarnir eru mjög spenntir í jólamánuðinum og vilja ólmir láta taka sæði úr sér. Ármann Sverrisson Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur. Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingastöðvanna í Borgarfirði og í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss hófust mánudaginn 1. desember og stendur sæðistakan fram að jólum. Hrútarnir 25, sem eru nýjir á stöðvunum voru valdir á stöðvarnar af sauðfjárræktarráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) því hrútarnir höfðu skarað fram úr á búunum sínum og voru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður. Þeir voru líka valdir út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel í haust. „Þetta eru mjög efnilegir hrútar, ég held að það megi alveg segja með fullu vissu að sjaldan hefur verið meira úrval af fallegum hrútum og ég vil meina að kynbótastarfið í landinu sé í mjög góðum farvegi,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvar SuðurlandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að hrútarnir gefi vel af sæði. „Já, þeir gera það sem betur fer flestir en það er alltaf aðeins misjafnt og hrútarnir, sem við viljum helst hafa eru hrútar sem eru vinsælir með gott sæði og gefa vel.“ Hrútaskráin er alltaf vinsælasta blaðið hjá sauðfjárbændum á þessum árstíma en þar er kynning á öllum hrútum stöðvanna. Hrútaskráin er mjög vinsæl en í skránni eru kynntir allir þeir hrútar, sem notaðir verða á stöðvunum núna í desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að það sé oft mikið at á stöðinni á morgnanna við að taka sæði, vinna úr því, skrá allt niður samviskusamlega og afgreiða það til bænda um allt land. „Já, marga morgna byrjum við klukkan fimm því það þarf að koma sæðinu í tíma og það má segja það að sæðið sé oft komið á Akureyri eða Egilsstaði um hádegi og bændur á norðaustur horninu eru kannski farnir að sæða um kaffileytið.“ Er þetta ekki bar skemmtilegt í jólamánuðnum? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er bara fjör, þetta er bara mjög gaman, mjög gaman,“ segir kampakátur framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Hrúturinn Sammi er einn af þeim, sem er í notkun í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Guðni er líka notaður í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira