Fjallið ætlar að berjast við atvinnuboxara í næsta mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson sést hér blóðugur eftir eina æfingu sína á dögunum. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson ætlar ekki bara að undirbúa sig fyrir bardagann á móti Eddie Hall með æfingum. Hann ætlar líka að berjast við atvinnuboxara í fyrsta mánuðinum á nýju ári. Boxbardaga Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Bretans Eddie Hall verður í Las Vegas í september og íslenski kraftakarlinn og fyrrum sterkasti maður heims hefur unnið markvisst af því að breyta sér úr aflraunamanni yfir í boxara á undanförnum mánuðum. Hafþór Júlíus hefur leyft fylgjendum sínum að sjá frá æfingum sínum og það leyni sér ekki að hann er í mikilli framför. Það er samt allt annað að æfa eða að keppa á móti reyndum boxara og Eddie Hall er reyndari en okkar maður. Hafthor Bjornsson vs. Steven Ward Exhibition on January 16 https://t.co/ZqUTa9ukIe pic.twitter.com/mz3rdJpr7Z— BoxingScene.com (@boxingscene) December 2, 2020 Hafþór fór því skrefinu lengra í undirbúningi sínum með því að leita uppi atvinnuboxara til að berjast við sig í hringnum. Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú tilkynnt um það að hann mun berjast við Steven Ward í næsta mánuði. Bardaginn mun fara fram í Reykjavík og hefur verið settur á 16. janúar næstkomandi. Steven Ward hefur viðurnefnið „Quiet Man“ eða „Þögli maðurinn“ sett yfir á íslensku. Steven Ward er frá Belfast á Norður-Írlandi og er fyrrum Evrópumeistari í léttvigt. Hann kom til greina fyrir valið á boxbardaga ársins 2019 þegar hann vann Liam Conroy í svakalegum bardaga í Ulster Hall í Belfast. Ward barðist síðast í september og vann þá sigur á Jone Volau í sínum fyrsta bardaga í léttþungavigt. Það verður athyglisvert að sjá Fjallið í þessum æfingabardaga en Hafþór Júlíus ætlar að senda hann út ókeypis á sínum miðlum og hefur því ekkert að fela þótt að bardaginn gæti endaði illa. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Hafþórs. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Tengdar fréttir „Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01 Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00 Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Sjá meira
Boxbardaga Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Bretans Eddie Hall verður í Las Vegas í september og íslenski kraftakarlinn og fyrrum sterkasti maður heims hefur unnið markvisst af því að breyta sér úr aflraunamanni yfir í boxara á undanförnum mánuðum. Hafþór Júlíus hefur leyft fylgjendum sínum að sjá frá æfingum sínum og það leyni sér ekki að hann er í mikilli framför. Það er samt allt annað að æfa eða að keppa á móti reyndum boxara og Eddie Hall er reyndari en okkar maður. Hafthor Bjornsson vs. Steven Ward Exhibition on January 16 https://t.co/ZqUTa9ukIe pic.twitter.com/mz3rdJpr7Z— BoxingScene.com (@boxingscene) December 2, 2020 Hafþór fór því skrefinu lengra í undirbúningi sínum með því að leita uppi atvinnuboxara til að berjast við sig í hringnum. Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú tilkynnt um það að hann mun berjast við Steven Ward í næsta mánuði. Bardaginn mun fara fram í Reykjavík og hefur verið settur á 16. janúar næstkomandi. Steven Ward hefur viðurnefnið „Quiet Man“ eða „Þögli maðurinn“ sett yfir á íslensku. Steven Ward er frá Belfast á Norður-Írlandi og er fyrrum Evrópumeistari í léttvigt. Hann kom til greina fyrir valið á boxbardaga ársins 2019 þegar hann vann Liam Conroy í svakalegum bardaga í Ulster Hall í Belfast. Ward barðist síðast í september og vann þá sigur á Jone Volau í sínum fyrsta bardaga í léttþungavigt. Það verður athyglisvert að sjá Fjallið í þessum æfingabardaga en Hafþór Júlíus ætlar að senda hann út ókeypis á sínum miðlum og hefur því ekkert að fela þótt að bardaginn gæti endaði illa. Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Hafþórs. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Tengdar fréttir „Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01 Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00 Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Sjá meira
„Thor veit ekki hvað er að fara gerast“ Það er minna en ár þangað til að Englendingurinn Eddie Hall og Íslendingurinn ætla að berjast í Las Vegas. 3. desember 2020 07:01
Hversu langt hefði Hafþór Júlíus getað náð í körfubolta? Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld var farið yfir ýmis málefni tengd körfubolta þó ekkert sé leikið hér á landi um þessar mundir. 30. nóvember 2020 07:00
Fjallið útskýrði af hverju hann hætti í aflraunum Hafþór Júlíus Björnsson sat fyrir svörum aðdáenda á YouTube síðu sinni í gær. 28. nóvember 2020 07:00