UNICEF kallar eftir hærri framlögum til neyðarhjálpar en áður Heimsljós 4. desember 2020 11:01 UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir 6,4 milljörðum Bandaríkjadala til að sinna brýnni neyð 300 milljóna manna, þar af 190 milljóna barna, á næsta ári. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir 6,4 milljörðum Bandaríkjadala til að sinna brýnni neyð 300 milljóna manna, þar af 190 milljóna barna, á næsta ári. UNICEF hefur aldrei áður óskað eftir hærri framlögum til neyðarhjálpar og segir fjárþörfina hafa vaxið um 35 prósent milli ára. „Þegar hrikalegur heimsfaraldur geisar á sama tíma og stríðsátök, loftslagsbreytingar, aðrar hörmungar og uppflosnun geta afleiðingarnar fyrir börn verið skelfilegar,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Í dag stöndum við frammi fyrir því að verja rétt barna á neyðartímum þar sem COVID-19 og önnur óáran sameinast um að svipta börn heilsu og vellíðan.“ Hún segir að þetta fordæmalausa ástand krefjist ámóta fordæmalausra viðbragða. „Við erum að hvetja styðjendur til að ganga til liðs við okkur svo við getum saman hjálpað börnum heimsins að komast í gegnum þessa myrkustu tíma og koma í veg fyrir týnda kynslóð.“ UNICEF bendir meðal annars á að bólusetningar barna hafi riðlast í rúmlega sextíu þjóðríkjum, hartnær 250 milljónir barna víðs vegar um heiminn séu enn utan skóla vegna farsóttarinnar, lífsnauðsynleg þjónusta hafi liðið fyrir efnahagslegan samdrátt í mörgum ríkjum, víða eigi fjölskyldur í erfiðleikum með að ná endum saman fjárhagslega og aukin hætta sé á heimilis- og kynbundnu ofbeldi. Þá hafi stríðsátök blossað upp á nýjum stöðum, meðal annars í Tigray héraði í Eþíópíu og Cabo Delgado í Mósambík. Kórónuveiran hefur einnig gert ástandið verra í heimshlutum þar sem neyð hefur ríkt um árabil eins og í Sýrlandi, Jemen, Afganistan, Bangladess, Búrkina Fasó, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Líbíu, Suður-Súdan, Úkraínu og Venesúela. Hörmungum af völdum loftslagsbreytinga fjölgi hratt og feli í sér ógn um matarskort, vatnsskort og leiði til þess að fólk flýr heimili sín með aukinni hættu á átökum og lýðheilsubresti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir 6,4 milljörðum Bandaríkjadala til að sinna brýnni neyð 300 milljóna manna, þar af 190 milljóna barna, á næsta ári. UNICEF hefur aldrei áður óskað eftir hærri framlögum til neyðarhjálpar og segir fjárþörfina hafa vaxið um 35 prósent milli ára. „Þegar hrikalegur heimsfaraldur geisar á sama tíma og stríðsátök, loftslagsbreytingar, aðrar hörmungar og uppflosnun geta afleiðingarnar fyrir börn verið skelfilegar,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Í dag stöndum við frammi fyrir því að verja rétt barna á neyðartímum þar sem COVID-19 og önnur óáran sameinast um að svipta börn heilsu og vellíðan.“ Hún segir að þetta fordæmalausa ástand krefjist ámóta fordæmalausra viðbragða. „Við erum að hvetja styðjendur til að ganga til liðs við okkur svo við getum saman hjálpað börnum heimsins að komast í gegnum þessa myrkustu tíma og koma í veg fyrir týnda kynslóð.“ UNICEF bendir meðal annars á að bólusetningar barna hafi riðlast í rúmlega sextíu þjóðríkjum, hartnær 250 milljónir barna víðs vegar um heiminn séu enn utan skóla vegna farsóttarinnar, lífsnauðsynleg þjónusta hafi liðið fyrir efnahagslegan samdrátt í mörgum ríkjum, víða eigi fjölskyldur í erfiðleikum með að ná endum saman fjárhagslega og aukin hætta sé á heimilis- og kynbundnu ofbeldi. Þá hafi stríðsátök blossað upp á nýjum stöðum, meðal annars í Tigray héraði í Eþíópíu og Cabo Delgado í Mósambík. Kórónuveiran hefur einnig gert ástandið verra í heimshlutum þar sem neyð hefur ríkt um árabil eins og í Sýrlandi, Jemen, Afganistan, Bangladess, Búrkina Fasó, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Líbíu, Suður-Súdan, Úkraínu og Venesúela. Hörmungum af völdum loftslagsbreytinga fjölgi hratt og feli í sér ógn um matarskort, vatnsskort og leiði til þess að fólk flýr heimili sín með aukinni hættu á átökum og lýðheilsubresti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent