„Að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2020 11:31 Jelena Ćirić segir að árið 2020 hafi verið rússíbani. Vegna Covid lét hún draum um plötuútgáfu rætast en missti líka af brúðkaupi systur sinnar vegna heimsfaraldursins. Jelena Ćirić „Mér líður mjög vel á Íslandi. Það er orðið mitt heimili, það er engin spurning, og ég þrái ekki að flytja annars staðar,“ segir tónlistar- og blaðakonan Jelena Ćirić sem gaf á dögunum út sína fyrstu plötu. Hún viðurkennir þó að hún fái ekki heimþrá hafi það sannarlega verið erfitt að geta ekki heimsótt fjölskyldu sína í Kanada í ár. „Ég missti af brúðkaupi systur minnar sem var haldið í Toronto fyrr í þessum mánuði. Það voru átta á staðnum en við vorum um 80 sem vorum að fylgjast með í gegnum Zoom. Það var meira stemning í því en ég bjóst við, en auðvitað ótrúlega leiðinlegt að geta ekki verið með. En það leiðinlegasta er óvissan, að vita ekki hvenær ég fæ að sjá fjölskylduna mína. En svo er maður náttúrulega þakklátur fyrir margt líka, eins og að það hefur ekki komið upp veikindi í minni fjölskyldu, og fyrir að búa á Íslandi þar sem staðan er tiltölulega góð.“ Jelena hefur unnið mikið í tónlistinni sinni síðan hún flutti til Íslands árið 2016 og sendi svo frá sér sólóplötu á föstudaginn. Hún fæddist í Serbíu en flutti fjögurra ára til Kanada. Hún hefur unnið sem blaðamaður síðustu ár en í Covid gaf hún sér tíma til að láta plötuna verða að veruleika. „Þetta ár hefur verið svolítinn tilfinningarússíbani, sem virðist fara upp og niður með tölunum á covid.is, nema í öfuga átt. Ég á góð tímabil og slæm eins og við eigum flest. En ég geri mitt besta til að ekki berjast gegn því, heldur viðurkenna og sætta mig við hvernig mér líður á hverjum degi. Það er ekkert skrítið við að líða illa í miðjum heimsfaraldri,“ segir Jelena. „Ég hef haldið mun færri tónleika í ár en vanalega en þó hafa samt verið nokkrir frábærir, til dæmis í Norræna húsinu í sumar. Ég sakna þess að spila fyrir fólk, það er það skemmtilegasta og mest gefandi sem ég veit. Annars hefur ekki svo mikið breyst. Ég hef unnið sem blaðakona hjá Iceland Review síðan 2017 en í ár hef ég unnið að heiman miklu meira en vanalega, eins og margir. Ég er þakklát að vera í vinnu það sem það sé kostur. Stundum finnst mér yndislegt að vinna heima en stundum mjög erfitt.“ Jelena flutti til Íslands með eiginmanni sínum Snorra Hallgrímssyni árið 2016, en þau kynntust í tónlistarnámi á Spáni.Skjáskot/Youtube Jelena segir að platan hafi verið lengi í bígerð en faraldurinn hafi ýtt henni áfram. „Þegar maður má ekki hitta fólk eða halda tónleika þá opnast tími. En ástandið hefur líka fengið mig til að spyrja sjálfa mig: hvað er það mikilvægasta fyrir mig, sem ég verð að gera sama hvað? Og það var mjög skýrt fyrir mér að það er tónlist. Þannig að það varð auðveldara en aldrei fyrr að setja hana í forgang.“ Jelena er spennta að gera fleiri tónlistarmyndbönd, enda sé það skemmtilegur hluti af þessu ferli. Þó að þetta sé sólóplata finnst henni ekki rétt að nota orðið sóló listamaður. „Mér finnst það ósanngjarnt hvernig markaðssetning í tónlist strokar oft út allt fólkið sem vinnur að tónlistinni. Ég samdi lögin, spila og syng og gerði margt annað en það eru líka aðrir hljóðfæraleikarar, upptökustjórar, myndlistarfólkið, og svo framvegis sem komu að gerð plötunnar og mér finnst ég ekki vera verri tónlistarmaður fyrir að viðurkenna þeirra framlag. Tónlist er alltaf einhverskonar samvinna, á beinan eða óbeinan hátt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að vinna og skapa með frábæru fólki á þessari plötu.“ Hún myndi sjálf lýsa plötunni sinni með orðunum lífið er ferðalag. „Það er klisja en mér finnst það samt satt. En á lífsferðalaginu er ekki hægt að bara hlaupa áfram. Af og til verðum við að stoppa og hvíla okkur til að geta haldið áfram en það er líka partur af því ferðalagi. Ég kallaði plötuna Shelters one vegna þess að ég samdi lögin sem einhverskonar athvörf fyrir sjálfa mig. Hvert og eitt lag gaf mér pláss til að spyrja spurningu eða upplifa tilfinningu sem ég var að kljást við. En eftir að athvarfið hefur veitt manni skjól, þá er maður tilbúinn að halda áfram á ferðalaginu og meira viðbúinn fyrir það sem á undan er.“ Jelena hefur sent frá sér eitt tónlistarmyndband, við lagið Lines sem var fyrsta smáskífan á plötunni. „Textinn fyrir mig er ótrúlega mikilvægur og mér finnst meira að segja að tónlistin ætti að þjóna honum. Dolly Parton hefur nýlega notað orðið „songtelling“ sem mér finnst lýsi vel markmið mitt sem söngvaskáld. Ég vona að lögin mín nái alltaf að segja sögu. Lines fjallar um allt það sem við gerum til að reyna að breyta lífinu. Við hættum með elskhuga eða förum til spákonu, í rauninni gerum svo margt í lífinu og margt heimskulegt af því að við viljum trúa að ein ákvörðun geti breytt lífinu eða eitt augnablik varpað ljósi á það. Það er svo aðlaðandi af því að það væri svo auðvelt, og rómantískt. En það að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt heldur erfitt og langt ferli.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
„Ég missti af brúðkaupi systur minnar sem var haldið í Toronto fyrr í þessum mánuði. Það voru átta á staðnum en við vorum um 80 sem vorum að fylgjast með í gegnum Zoom. Það var meira stemning í því en ég bjóst við, en auðvitað ótrúlega leiðinlegt að geta ekki verið með. En það leiðinlegasta er óvissan, að vita ekki hvenær ég fæ að sjá fjölskylduna mína. En svo er maður náttúrulega þakklátur fyrir margt líka, eins og að það hefur ekki komið upp veikindi í minni fjölskyldu, og fyrir að búa á Íslandi þar sem staðan er tiltölulega góð.“ Jelena hefur unnið mikið í tónlistinni sinni síðan hún flutti til Íslands árið 2016 og sendi svo frá sér sólóplötu á föstudaginn. Hún fæddist í Serbíu en flutti fjögurra ára til Kanada. Hún hefur unnið sem blaðamaður síðustu ár en í Covid gaf hún sér tíma til að láta plötuna verða að veruleika. „Þetta ár hefur verið svolítinn tilfinningarússíbani, sem virðist fara upp og niður með tölunum á covid.is, nema í öfuga átt. Ég á góð tímabil og slæm eins og við eigum flest. En ég geri mitt besta til að ekki berjast gegn því, heldur viðurkenna og sætta mig við hvernig mér líður á hverjum degi. Það er ekkert skrítið við að líða illa í miðjum heimsfaraldri,“ segir Jelena. „Ég hef haldið mun færri tónleika í ár en vanalega en þó hafa samt verið nokkrir frábærir, til dæmis í Norræna húsinu í sumar. Ég sakna þess að spila fyrir fólk, það er það skemmtilegasta og mest gefandi sem ég veit. Annars hefur ekki svo mikið breyst. Ég hef unnið sem blaðakona hjá Iceland Review síðan 2017 en í ár hef ég unnið að heiman miklu meira en vanalega, eins og margir. Ég er þakklát að vera í vinnu það sem það sé kostur. Stundum finnst mér yndislegt að vinna heima en stundum mjög erfitt.“ Jelena flutti til Íslands með eiginmanni sínum Snorra Hallgrímssyni árið 2016, en þau kynntust í tónlistarnámi á Spáni.Skjáskot/Youtube Jelena segir að platan hafi verið lengi í bígerð en faraldurinn hafi ýtt henni áfram. „Þegar maður má ekki hitta fólk eða halda tónleika þá opnast tími. En ástandið hefur líka fengið mig til að spyrja sjálfa mig: hvað er það mikilvægasta fyrir mig, sem ég verð að gera sama hvað? Og það var mjög skýrt fyrir mér að það er tónlist. Þannig að það varð auðveldara en aldrei fyrr að setja hana í forgang.“ Jelena er spennta að gera fleiri tónlistarmyndbönd, enda sé það skemmtilegur hluti af þessu ferli. Þó að þetta sé sólóplata finnst henni ekki rétt að nota orðið sóló listamaður. „Mér finnst það ósanngjarnt hvernig markaðssetning í tónlist strokar oft út allt fólkið sem vinnur að tónlistinni. Ég samdi lögin, spila og syng og gerði margt annað en það eru líka aðrir hljóðfæraleikarar, upptökustjórar, myndlistarfólkið, og svo framvegis sem komu að gerð plötunnar og mér finnst ég ekki vera verri tónlistarmaður fyrir að viðurkenna þeirra framlag. Tónlist er alltaf einhverskonar samvinna, á beinan eða óbeinan hátt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að vinna og skapa með frábæru fólki á þessari plötu.“ Hún myndi sjálf lýsa plötunni sinni með orðunum lífið er ferðalag. „Það er klisja en mér finnst það samt satt. En á lífsferðalaginu er ekki hægt að bara hlaupa áfram. Af og til verðum við að stoppa og hvíla okkur til að geta haldið áfram en það er líka partur af því ferðalagi. Ég kallaði plötuna Shelters one vegna þess að ég samdi lögin sem einhverskonar athvörf fyrir sjálfa mig. Hvert og eitt lag gaf mér pláss til að spyrja spurningu eða upplifa tilfinningu sem ég var að kljást við. En eftir að athvarfið hefur veitt manni skjól, þá er maður tilbúinn að halda áfram á ferðalaginu og meira viðbúinn fyrir það sem á undan er.“ Jelena hefur sent frá sér eitt tónlistarmyndband, við lagið Lines sem var fyrsta smáskífan á plötunni. „Textinn fyrir mig er ótrúlega mikilvægur og mér finnst meira að segja að tónlistin ætti að þjóna honum. Dolly Parton hefur nýlega notað orðið „songtelling“ sem mér finnst lýsi vel markmið mitt sem söngvaskáld. Ég vona að lögin mín nái alltaf að segja sögu. Lines fjallar um allt það sem við gerum til að reyna að breyta lífinu. Við hættum með elskhuga eða förum til spákonu, í rauninni gerum svo margt í lífinu og margt heimskulegt af því að við viljum trúa að ein ákvörðun geti breytt lífinu eða eitt augnablik varpað ljósi á það. Það er svo aðlaðandi af því að það væri svo auðvelt, og rómantískt. En það að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt heldur erfitt og langt ferli.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira