Landsréttur og geðheilbrigði í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2020 16:31 Umræður og fréttir af nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra til sín í Víglínuna í dag. Þá ræðir hann einnig við Svein Rúnar Hauksson lækni um geðheilbrigðismál en hann kallar m.a. eftir afnámi laga sem heimila að þvinga sjúklinga til að taka lyf. Báðar deildir Mannréttindadómstólsins hafa kveðið upp dóma um hvernig staðið var að skipan dómara við Landsrétt þegar hann var skipaður í fyrsta sinn í fyrra. Fyrri dómurinn varð til þess að Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra og setti stjórnarsamstarfið ef til vill í hættu í mars í fyrra. Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra hinn 13. mars 2019 eftir fyrri dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við landsréttarmálið.Stöð 2/Arnar Sigríður verður meðal annars spurð hvort þrýst hafi verið á hana að segja af sér embætti dómsmálaráðherra. Þá verður farið yfir val hennar á dómaraefnum þegar hún breytti lista yfir fimmtán hæfustu einstaklingana til að gegna embættunum og samskipti hennar við forystufólk innan samstarfsflokka í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Geðheilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og þetta árið blandast áhrifum kórónuveirufaraldursins á þau mál. Sveinn Rúnar ræðir þessi mál opinskátt í Víglínunni. En hann hefur áratugum saman verið baráttumaður fyrir bættu geðheilbrigðiskerfi og þekkir kerfið einnig af eigin raun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja.Stöð 2/Arnar Hann er talsmaður þess að afnema lög sem heimila læknum að gefa sjúklingum lyf gegn þeirra vilja. Þá vill hann einnig leggja af lög sem heimila að svifta fólk sjálfræði í eigin málum til að leggja það inn á geðdeild. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður síðan birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu. Víglínan Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Báðar deildir Mannréttindadómstólsins hafa kveðið upp dóma um hvernig staðið var að skipan dómara við Landsrétt þegar hann var skipaður í fyrsta sinn í fyrra. Fyrri dómurinn varð til þess að Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra og setti stjórnarsamstarfið ef til vill í hættu í mars í fyrra. Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra hinn 13. mars 2019 eftir fyrri dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við landsréttarmálið.Stöð 2/Arnar Sigríður verður meðal annars spurð hvort þrýst hafi verið á hana að segja af sér embætti dómsmálaráðherra. Þá verður farið yfir val hennar á dómaraefnum þegar hún breytti lista yfir fimmtán hæfustu einstaklingana til að gegna embættunum og samskipti hennar við forystufólk innan samstarfsflokka í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Geðheilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og þetta árið blandast áhrifum kórónuveirufaraldursins á þau mál. Sveinn Rúnar ræðir þessi mál opinskátt í Víglínunni. En hann hefur áratugum saman verið baráttumaður fyrir bættu geðheilbrigðiskerfi og þekkir kerfið einnig af eigin raun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja.Stöð 2/Arnar Hann er talsmaður þess að afnema lög sem heimila læknum að gefa sjúklingum lyf gegn þeirra vilja. Þá vill hann einnig leggja af lög sem heimila að svifta fólk sjálfræði í eigin málum til að leggja það inn á geðdeild. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður síðan birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.
Víglínan Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira