Erlent

Drykkjafyrirtækin mestu plastsóðarnir en einnota plastbréf stærsta vandamálið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
sodar2

Fyrirtækin Coca-Cola, PepsiCo og Nestlé hafa verið útnefnd verstu plastsóðar heims þriðja árið í röð og sökuð um að hafa gert lítið til að bæta ráð sitt.

Þetta kemur fram hjá Guardian en niðurstaðan byggir á könnun Break Free From Plastic, sem nýtur aðstoðar 15 þúsund sjálfboðaliða um allan  heim til að safna og flokka plastrusl hvar sem það er að finna.

Flöskur frá Coca-Cola voru það plastrusl sem oftast fannst á víðavangi í 51 af 55 ríkjum. Fyrirtækið kom töluvert verr út en PepsiCo og Nestlé en vörumerki Coca-Cola fundust á 13.834 plastvörum í náttúrunni, vörumerki Nestlé á 8.633 og vörumerki PepsiCo á 5.155.

Sjálfboðaliðarnir söfnuðu samtals 346.494 plasthlutum að þessu sinni en 63% reyndust merktir vörumerki. Þá kom í ljós að helsti mengunarvaldurinn voru einnota plastbréf, sem eru m.a. notuð undir tómatsósu og sjampó. Næst komu sígarettustubbar, þá plastflöskur.

Samkvæmt könnun frá 2017 þá hefur 91% plastúrgangs heimsins ekki verið endurunninn heldur brenndur.

Þess ber að geta að umrædd umfjöllun Guardian var styrkt af The David & Lucile Packard Foundation.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×