Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 22:46 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Biden sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann kynnti teymið sem leiða mun baráttuna gegn veirunni þegar hann tekur við embætti, að ólíklegt væri að Bandaríkin muni sigrast á veirunni á fyrstu mánuðum hans í embætti. Hann vonist þó til að aðgerðir sem hann boði muni breyta stöðunni í samfélaginu. Í dag, þriðjudag, var skýrsla kynnt sem talin er að muni greiða veginn fyrir því að bóluefni Pfizer og BioNTech verði samþykkt til notkunar og dreift til Bandaríkjamanna. Meira en 15 milljón Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni og 285 þúsund látið lífið vegna hennar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Ekkert annað ríki í heiminum hefur greint jafn mörg tilfelli eða séð jafn marga láta lífið vegna veirunnar. Mörg ríki Bandaríkjanna eru illa stödd vegna faraldursins og er sums staðar metfjöldi að greinast dag hvern og aldrei hafa jafn margir legið inni á sjúkrahúsum vegna veirunnar í sumum ríkjum. Sérfræðingar hafa kennt miklum ferðalögum Bandaríkjamanna vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar um. Joe Biden tilkynnti í dag að hann hyggist tilnefna Xavier Becerra, ríkissaksóknara Kaliforníu, til embættis heilbrigðisráðherra. Þá muni hann tilnefna Rochelle Walensky til stöðu yfirmanns Heilsuverndarstofnunarinnar (e. Centers for Disease Control and Prevention). Þá mun Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, halda áfram störfum þegar Biden tekur við. Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Biden sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann kynnti teymið sem leiða mun baráttuna gegn veirunni þegar hann tekur við embætti, að ólíklegt væri að Bandaríkin muni sigrast á veirunni á fyrstu mánuðum hans í embætti. Hann vonist þó til að aðgerðir sem hann boði muni breyta stöðunni í samfélaginu. Í dag, þriðjudag, var skýrsla kynnt sem talin er að muni greiða veginn fyrir því að bóluefni Pfizer og BioNTech verði samþykkt til notkunar og dreift til Bandaríkjamanna. Meira en 15 milljón Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni og 285 þúsund látið lífið vegna hennar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Ekkert annað ríki í heiminum hefur greint jafn mörg tilfelli eða séð jafn marga láta lífið vegna veirunnar. Mörg ríki Bandaríkjanna eru illa stödd vegna faraldursins og er sums staðar metfjöldi að greinast dag hvern og aldrei hafa jafn margir legið inni á sjúkrahúsum vegna veirunnar í sumum ríkjum. Sérfræðingar hafa kennt miklum ferðalögum Bandaríkjamanna vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar um. Joe Biden tilkynnti í dag að hann hyggist tilnefna Xavier Becerra, ríkissaksóknara Kaliforníu, til embættis heilbrigðisráðherra. Þá muni hann tilnefna Rochelle Walensky til stöðu yfirmanns Heilsuverndarstofnunarinnar (e. Centers for Disease Control and Prevention). Þá mun Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, halda áfram störfum þegar Biden tekur við.
Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42
Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46
Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11