Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þeir sem fylgjast með þinginu geti tekið þátt í umræðum og komið spurningum á framfæri í gegnum forritið Slido.
„Strax að þinginu loknu verða haldnar lokaðar vinnustofur þar sem þátttakendur vinna að mótun framtíðarsýnar með hliðsjón af áherslum heilbrigðisstefnu og forgangsraða aðgerðum til að vinna að framgangi hennar. Heilbrigðisráðuneytið mun vinna úr afrakstri vinnustofanna og leggja fram drög að framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, ásamt aðgerðaáætlun til næstu ára,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með þinginu í spilaranum að neðan.
Dagskrá þingsins:
Kl. 9.00: Opnun þings. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Erindi:
- Héðinn Unnsteinsson, formaður Landsamtaka Geðhjálpar
- Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis
- Karen Geirsdóttir, formaður Hugrúnar, geðfræðslufélags
- Bóas Valdórsson, sálfræðingur við Menntaskólann í Hamrahlíð
- Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Heilsugæslunni í Garðabæ
- Ingólfur Sveinn Ingólfsson, yfirlæknir Geðheilsuteymis vestur
- Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands
- Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara
- Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls
Kl. 10.40: Umræður með fyrirlesurum
Kl. 11.10 Fundarslit