Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2020 13:36 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á þýska þinginu í morgun. EPA/HAYOUNG JEON Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. Sagði hún ljóst að bóluefni myndi ekki duga eitt og sér til að draga úr dreifingu nýju kóróneirunnar í Þýskalandi. Gripið var til hertra sóttvarna fyrir um sex vikum síðan. Börum og veitingastöðum var lokað en skólar voru áfram opnir og sömuleiðis verslanir. Merkel sagðist einnig andvíg því að opna hótel yfir hátíðirnar svo fjölskyldumeðlimir gætu komið saman, samkvæmt frétt DW. Hér má sjá yfirlitsmynd sem sýnir 14 daga nýgengi smit á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu.ECDC Samkvæmt alríkiskerfi Þýskalands er það á höndum yfirvalda hvers héraðs landsins fyrir sig að ákvarða sóttvarnaaðgerðir en Merkel hvatti ráðamenn að fylgja tillögum vísindamanna. Einhverjir hafa ekki viljað gera það og þá sérstaklega ráðamenn í héruðum þar sem útbreiðsla veirunnar er ekki mikil. Alls hafa 1.218.524 greinst smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi og 19.932 hafa dáið vegna sjúkdómsins. Á þeim sex vikum síðan sóttvarnir voru hertar hefur dregið úr veldisvexti veirunnar en 14 daga nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er enn 309.8 og nýgengi dauðsfalla um 6,2, samkvæmt nýjustu tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Útbreiðsla veirunnar í Evrópu hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Það hefur að hluta til verið rakið til þess hve hratt ráðamenn í Evrópu léttu á takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum í vor og í sumar. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Sagði hún ljóst að bóluefni myndi ekki duga eitt og sér til að draga úr dreifingu nýju kóróneirunnar í Þýskalandi. Gripið var til hertra sóttvarna fyrir um sex vikum síðan. Börum og veitingastöðum var lokað en skólar voru áfram opnir og sömuleiðis verslanir. Merkel sagðist einnig andvíg því að opna hótel yfir hátíðirnar svo fjölskyldumeðlimir gætu komið saman, samkvæmt frétt DW. Hér má sjá yfirlitsmynd sem sýnir 14 daga nýgengi smit á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu.ECDC Samkvæmt alríkiskerfi Þýskalands er það á höndum yfirvalda hvers héraðs landsins fyrir sig að ákvarða sóttvarnaaðgerðir en Merkel hvatti ráðamenn að fylgja tillögum vísindamanna. Einhverjir hafa ekki viljað gera það og þá sérstaklega ráðamenn í héruðum þar sem útbreiðsla veirunnar er ekki mikil. Alls hafa 1.218.524 greinst smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi og 19.932 hafa dáið vegna sjúkdómsins. Á þeim sex vikum síðan sóttvarnir voru hertar hefur dregið úr veldisvexti veirunnar en 14 daga nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er enn 309.8 og nýgengi dauðsfalla um 6,2, samkvæmt nýjustu tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Útbreiðsla veirunnar í Evrópu hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Það hefur að hluta til verið rakið til þess hve hratt ráðamenn í Evrópu léttu á takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum í vor og í sumar. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11