Tækifæri ferðaþjónustu í hálendisþjóðgarði Edward H. Huijbens skrifar 9. desember 2020 14:31 Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun