Tryggði sér sæti í úrslitum á Evrópumóti unglinga á sínu fyrsta móti í tíu mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 09:30 Jónas Ingi Þórisson var að vonum kátur eftir að sætið í úrslitum voru tryggð. Skjámynd/Youtube Jónas Ingi Þórisson braut blað í íslenskri fimleikasögu í gær með því að vinna sér inn sæti í úrslitum í fjölþraut og á stökki á Evrópumóti í unglingaflokki í áhaldafimleikum. Það sem gerir þennan árangur Jónasar enn athyglisverðari fyrir þær sakir að síðasta mót sem Jónas Ingi keppti á var Bikarmót FSÍ sem fram fór í febrúar á þessu ári og því eru 10 mánuðir frá því að hann keppti síðast. Á þessu tímabili hefur auðvitað kórónuveirufaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn þar sem Jónas hefur tvisvar sinnum þurft að gera hlé frá æfingum vegna sóttvarnarreglna á Íslandi. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með eljusemi og metnaði Jónasar Inga þar sem hann hefur snúið til baka til æfingar eins og sannur íþróttamaður og sett sér háleit markmið sem hann náði í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Fimleikasambands Íslands. „Þetta er búið að vera markmiðið hjá mér á þessu móti og ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu mánuði. Þetta var var bara draumurinn að komast í úrslit í fjölþraut og í stökkúrslitin líka. Mér líður vel. Ég gerði mitt besta og það dugði,“ sagði Jónas Ingi Þórisson hógvær í viðtali í myndbandi Fimleikasambandsins sem sjá má hér fyrir neðan en þar eru einnig svipmyndir frá æfingum hans í gær. watch on YouTube „Inn á milli þá hef ég ekki getað æft og þá er erfitt að koma sér aftur í form. Síðustu mánuði er ég búinn að æfa ansi vel enda skilaði það sér,“ sagði Jónas Ingi. Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari Íslands var að vonum stoltur af sínum manni og hafði hann þetta um árangurinn að segja: „Frábær árangur hjá ótrúlegum íþróttamanni, ef þú elskar það sem þú ert að gera og ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna, þá eru þér allir vegir færir,“ sagði Róbert í fyrrnefndri frétt. Evrópumót unglinga fer fram í Tyrklandi dagana 9. til 13. desember, Jónas Ingi mun keppa til úrslita í fjölþraut þann 11. desember og í úrslitum á stökki 13. desember. Jónas Ingi hann er til viðbótar varamaður í úrslitum á gólfi og tvíslá. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Það sem gerir þennan árangur Jónasar enn athyglisverðari fyrir þær sakir að síðasta mót sem Jónas Ingi keppti á var Bikarmót FSÍ sem fram fór í febrúar á þessu ári og því eru 10 mánuðir frá því að hann keppti síðast. Á þessu tímabili hefur auðvitað kórónuveirufaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn þar sem Jónas hefur tvisvar sinnum þurft að gera hlé frá æfingum vegna sóttvarnarreglna á Íslandi. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með eljusemi og metnaði Jónasar Inga þar sem hann hefur snúið til baka til æfingar eins og sannur íþróttamaður og sett sér háleit markmið sem hann náði í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Fimleikasambands Íslands. „Þetta er búið að vera markmiðið hjá mér á þessu móti og ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu mánuði. Þetta var var bara draumurinn að komast í úrslit í fjölþraut og í stökkúrslitin líka. Mér líður vel. Ég gerði mitt besta og það dugði,“ sagði Jónas Ingi Þórisson hógvær í viðtali í myndbandi Fimleikasambandsins sem sjá má hér fyrir neðan en þar eru einnig svipmyndir frá æfingum hans í gær. watch on YouTube „Inn á milli þá hef ég ekki getað æft og þá er erfitt að koma sér aftur í form. Síðustu mánuði er ég búinn að æfa ansi vel enda skilaði það sér,“ sagði Jónas Ingi. Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari Íslands var að vonum stoltur af sínum manni og hafði hann þetta um árangurinn að segja: „Frábær árangur hjá ótrúlegum íþróttamanni, ef þú elskar það sem þú ert að gera og ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna, þá eru þér allir vegir færir,“ sagði Róbert í fyrrnefndri frétt. Evrópumót unglinga fer fram í Tyrklandi dagana 9. til 13. desember, Jónas Ingi mun keppa til úrslita í fjölþraut þann 11. desember og í úrslitum á stökki 13. desember. Jónas Ingi hann er til viðbótar varamaður í úrslitum á gólfi og tvíslá.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti